AðalheiðurValgeirs

Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir í Kirsuberjatrénu 7.-20. maí 2020

Völur og villiblóm

Fimmtudaginn 7. maí verður opnuð sýning á verkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur  í  Kirsuberjatrénu Vesturgötu 4.  Á sýningunni sem nefnist „Völur og villiblóm“ eru olíumálverk og röð blýantsteikninga þar sem viðfangsefnið er skipulögð óreiða vorsins í garðinum heima. Garðurinn er vettvangur umbreytinga þegar lífríkið vaknar til lífsins eftir vetrardvalann, fræin í moldinni rumska og teygja anga sína móti sólarljósinu.

Sýningin verður opin á opnunartíma Kirsuberjatrésins mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og 12-17 á laugardögum.  Aðalheiður verður á staðnum á opnunardaginn kl. 15 -18.  Sýningin stendur til 20. maí.

Fylgt verður tilmælum Almannavarna og gætt að því að virða tveggja metra regluna.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com