Aðalfundur SÍM fimmtudaginn 31. mars 2011

Fundargerð

 1. Aðalfundur SÍM fimmtudaginn 31. mars 2011 kl. 20:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti.

 

         Fundur settur kl. 20.10

         Fundarstjóri er skipaður Guðrún Erla (Gerla) Geirsdóttir og fundarritari Áslaug Thorlacius

Fundarstjóri les upp dagsrkár aðalfundarins:
1.  Skýrsla stjórnar
2.  Reikningar
3.  Stjórnarkosning
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð, sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs
6. 
Lagabreytingar
7.  Ákvörðun félagsgjalda
8.  Önnur mál

 1. Skýrsla stjórnar

Skýrsla stjórnar SÍM starfsárið 2010-2011

 Hér á eftir fer skýrsla stjórnar SÍM fyrir starfsárið 2010-2011. Verður hér aðeins stiklað á stóru af þeim málum sem komu inn á borð stjórnar. Í stjórn SÍM sátu á árinu eftirtaldir aðilar:

Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður stjórnar fyrir kjörtímabilið 2010-2012

Hildigunnur Birgisdóttir varaformaður fyrir kjörtímabilið 2010-2012

Ingirafn Steinarsson ritari fyrir kjörtímabilið 2009-2011

Ásta Ólafsdóttir meðstjórnandi fyrir kjörtímabilið 2010-2012

Katrín Elvarsdóttir meðstjórnendi fyrir kjörtímabilið 2009-2011

Björk Guðnadóttir varamaður fyrir kjörtímabilið 2010-2012 og

Hulda Stefánsdóttir varamaður fyrir kjörtímabilið 2009-2011, en hún sagði af sér á starfsárinu.

 Stjórn þakkar Ingarafni Steinarssyni og Huldu Stefánsdóttur fyrir setu þeirra í stjórn SÍM á kjörtímabilinu 2009-2011.

Þrír aðilar buðu sig að þessu sinni fram til stjórnarsetu fyrir árið 2010-2012. Það voru Ásmundur Ásmundsson og Katrín Elvarsdóttir til setu í aðalstjórn og Hjördís Bergsdóttir til setu í varastjórn. Stjórnin telst því sjálfkjörin og bjóðum við þau velkomin til starfa.

Fjöldi félagsmanna
Félagsmönnum í SÍM hefur fjölgað um 43 frá síðasta aðalfundi og eru félagmenn nú 687 talsins. Það er ánægjulegt og má því gera ráð fyrir að tala félagsmanna nái 700 innan tíðar.

 Stjórnarfundir og stefnumótun stjórnar

Haldnir hafa verið 22 fundir á starfsárinu sem er senn að ljúka. Þar af voru tveir sambandsráðsfundir og einn stefnumótandi fundur, sem haldinn var í júní á síðsta ári. Þau málefni sem stjórn setti efst á bauginn hafa verið í vinnslu á árinu, en einnig voru sett niður drög að starfsáætlun fyrir árið 2011. Sú starfsáætlun verður endanlega afgreidd á fyrsta fundi nýrrar stjórnar á þessu starfsári. Að auki voru haldnir félagsfundir varðandi UMM og skattamálefni félagsmanna.

 Hagsmunamál SÍM og samvinna við BÍL

 1. Kortlagning skapandi greina

BÍL tók virkan þátt í undirbúningi verkefnis Menntamálaráðuneytis um kortlagningu skapandi greina. 1. desember voru svo fyrstu niðurstöður kortlagningarinnar kynntar í Bíó-Paradís.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að heildarvelta skapandi greina á Íslandi hafi verið 191 milljarður árið 2009. Skýrsluna má finna á vef Menntamálaráðuneytis og BÍL. Menntamálaráðherra skipaði í framhaldinu starfshóp sem BÍL á aðild að til að ljúka vinnunni við korlagninguna. Gert er ráð fyrir að hann ljúki störfum í mars 2011 og komi málum í þann farveg að skapandi greinar verði framvegi hluti af skráningu Hagstofunnar og stjórnvalda.

 1. Skattamál

Á árlegum samráðsfundi BÍL og menntamálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur, sem haldinn var 10. febrúar lagði stjórn BÍL fram minnisblað með áhersluatriðum varðandi skattalega stöðu listamanna og réttindi listamanna til atvinnuleysisbóta. Í framhaldinu sendi hún fjármálaráðherra Steingrími J. Sigfússyni ítarlegt erindi með samantekt um þau málefni viðkomandi skattamál, sem listamenn landsins hafa komið með til hennar á undanförnum misserum.

Á árinu 2010 skipaði fjármálaráðherra síðan starfshóp til að fara yfir og gera tillögur um umbætur og breytingar á skattakerfinu. BÍL gerði þá kröfu að við ættum fulltrúa í þeirrri vinu. Í maí s.l. var svo skipuð ráðgjafanefnd sem forseti BÍL á sæti í. SÍM gat þannig komið þeim málefnum félagsmanna varðandi skattamál beint inná borð nefndarinnar og var það gert eftir fund með sambandsráði SÍM. Í skýrslu Kolbrúnar Halldórsdóttur varðandi kröfur listamanna kemur fram að:

,,Meginkröfur BÍL eru þær að upphæð listamannalauna, sem nú er kr. 274.000.-, verði hækkuð til samræmis við flokkun skattyfirvalda, en þar eru sjálfstætt starfandi listamenn í starfsflokki C þar sem viðmiðunarfjárhæð reiknaðs endurgjalds er kr. 414.000.- Þá gerir BÍL kröfu um að listamönnum verði gert kleift að sækja um og fá atvinnuleysisbætur þegar aðstæður þeirra verða með þeim hætti að slíkt reynist nauðsynlegt. Eins og málum er nú háttað er nánast ómögulegt fyrir starfandi listamenn að sækja slíkan rétt. Loks má nefna kröfu BÍL um að skattprósenta af leigu höfundarréttar verði sú sama og af öðrum eignatekjum, t.d. leigutekjum vegna húseigna. Eins og málum er nú háttað eru slíkar greiðslur skattlagðar sem launatekjur. Öll þessi atriði verða tekin til umfjöllunar í fyrrnefndum ráðgjafarhópi þegar vinnu hans verður fram haldið.”( Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL).

 Lottópotturinn

Eitt af þeim málefnum var að listamenn fái aðgang að lottópottinum. Fór Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL ásamt Hrafnhildi Sigurðardóttur formanns SÍM á fund innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar til að ræða þessi mál. Ögmundur tók málefni listamanna mjög vel og sagðist myndu setja á laggirnar starfshóp til að gera tillögu að breyttum úthlutunarreglum úr sjóðnum. Síðar í sömu vikunni lýsti hann yfir þessum vilja sínum við fjölmiðla, svo nú er von til þess að eitthvað hreyfist í þeim málum.

 1. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur

Sem kunnugt er situr formaður SÍM sem áheyrnarfulltrúi í stjórn Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur ásamt forseta BÍL. Þangað inná borð koma oft málefni sem varða félagsmenn SÍM. Eins koma stundum erindi beint frá aðildarfélögum SÍM og mættu formenn félaganna vera duglegri við að kynna stjórn SÍM þau málefni svo fulltrúi stjórnar geti enn frekar veitt þeim brautargengi á fundum Menningar- og ferðamálaráðs.

BÍL tilnefnir árlega einstaklinga innan úr listageiranum til starfa í úthlutunarnefnd fyrir styrki til menningarstarfs. Í úthlutunarnefninni fyrir árið 2011 áttu sæti: Sólrún Sumarliðadóttir menningarfræðingur og tónlistarmaður, Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri, Gunnar Hrafnsson tónlistarmaður, Hrafnhildur Hagalín leikskáld og Þóra Þórisdóttir, myndlistarmaður. Nefndin hafði til úthlutunar 56,6 milljónir (voru 66 milljónir 2010). Til viðbótar við þetta hefur MOFr til ráðstöfunar í svokallaða „skyndistyrki“ tæplega 3,2 milljónir króna á starfsárinu, sem eru úthlutaðir ársfjórðungslega.

 Launasjóður myndlistarmanna

Af launasjóðsmálum er það að frétta að samkvæmt samningi við Menntamálaráðuneytið þá var ákveðið að auka við sjóðinn í þrepum á þremur árum. Þannig bættust 40 mánuðir við starfslaunasjóðinn árin 2010 og 2011 og 35 fyrir árið 2012. Þá hafa launin farið úr 320 mánaðarlaunum í 435 mánaðarlaun.

Höfundarréttarmál
a. Listasafn Reykjavíkur og Menningar- og ferðamálaráð

Á þessu ári hafa höfundarréttarmál verið ofarlega á baugi. Á vormánuðum höfu margar listakonur samband við skrifstofu SÍM vegna sýningarinnar Með viljann að vopni sem stendur nú yfir hjá Listasafni Reykjavíkur (LR) á Kjarvalsstöðum. Allir listamenn sýningarinnar voru beðnir um að afsala sér höfundarrétti sínum vegna útgáfu á veglegri sýningarskrá.

Jafnvel þó að beiðni um slíkt afsal af höfundarrétti væri í sjálfu sér ekki ólöglegt að hálfu LR voru SÍM og Myndstef að vonum ekki ánægð með þessar fréttir og málsmeðferð og formaður fór með málið inná borð hjá Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur (MOF). Erindi SÍM var tekið til málsmeðferðar eftir stjórnarskipti sem urðu rétt um þetta leiti en þá hafði Einar Örn Benediktsson tekið sæti sem formaður MOF. Hann brást skjótt við og kom til fundar við SÍM og Myndstef. Niðurstða þess fundar var að Myndstef skildi senda samningsdrög til Reykjavíkurborgar við fyrsta tækifæri. Það var gert en síðan hefur ekkert fréttst af þeim samningi þrátt fyrir ítrekanir.

 1. Gallerí Fold: Seint á síðsta ári fóru formaður SÍM, Hrafnhildur Sigurðardóttir, ásamt ritara Ingarafni Steinarssyni á fund með forsvarsmönnum Gallerís Foldar. Var þar rætt um ýmislegt varðandi samskipti gallerísins, Myndstefs og SÍM. Á þeim fundi lagði SÍM m.a. áherslu á að galleríið skilaði skilagreinum og fylgiréttargjaldi innan tilskilins tíma, eins og kveður á í lögum, en eins og mörgum er í fersku minni þá efndi SÍM til mótmæla fyrir utan galleríið haustið 2009 vegna vangoldinna gjalda til Myndstefs.

Þessi fundur var mjög ganglegur og skýrði fyrir báðum aðilum hvar betur mætti fara í samskiptum milli félaganna og gallerísins og skilum á umræddum greinum og gjaldi. Í framhaldinu fundaði formaður SÍM með nýjum stjórnarformanni Myndstefs Ragnari Th. Sigurðssyni og voru þar lagðar línur um framhaldið. Nú í enda mars var síðan fundað með Gallerí Fold hér í SÍM húsinu þar sem lýst var yfir gagnkvæmum vilja að leysa þessi mál og finna þeim farveg sem allir geta sætt sig við. Er því vonandi skammt til þess að bíða að Gallerí Fold fái gullmerki Myndstefs og telur stjórn SÍM það mikið fagnarðarefni.

 Innra starf

 1. Skrifstofa SÍM

Á skrifstofu SÍM hafa orðið mannaskipti á árinu. Á skrifstofa SÍM vinna nú fjóri þar af þrír í hlutastörfum. Kristín Kristjánsdóttir kom tilbaka úr barnseignarleyfi í byrjun júní og fór í 75% starf. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, sem unnið hefur hjá okkur um nokkurt skeið og sá alfarið um erlendu gestavinnustofurnar ásamt því að leiða starf í endunýjun heimasíðna UMM og SÍM bauðst að gerast framkvæmdastjóri Nýlistasafnsins og hóf hún störf þar í janúar. Við þökkum henni vel unnin störf. SÍM hafði heppnina með sér en Kristjana Rós Gudjohnsen, sem unnið hafði í afleysingum og að ýmsum verkefnum, var tilbúin að taka við af Ingunni ásamt því að sjá áfram um verkefnisstjórn Dags myndlistar. Formaður SÍM vinnur svo fyrir stjórnina í nánu samstarfi við Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sem stýrir skrifstofunni að sinni alkunnu snilld.

 1. Heimasíða UMM og SÍM

Á síðasta starfsári stóð yfir endunýjun á útliti og uppsetningu á heimasíðum UMM og SÍM. Ný heimasíða UMM fór í loftið í byrjun júní og var haldið námskeið bæði í Reykjavík og á Akureyri, þar sem félagsmönnum var gefinn kostur á að læra að uppfæra síðuna. Það er von SÍM að félagsmenn verði duglegir við að uppfæra síður sínar því þannig virkar þessi gagnagrunnur betur sem slíkur. H afa ber í huga að hann mun líklega lifa okkur öll.

 Uppfærsla á heimasíða SÍM hefur tekið tímana tvo og í byrjun september vorum við aftur komin á byrjunarreit. Var þá ákveðið var að skipta um hönnuði og sáu þau Ingi Þór Guðmundsson og Tinna Pétursdóttir um allt útlit og bakvinnslu. Nýja heimasíða SÍM fór í loftið síðustu dagana fyrir jól og var hún svo formlega vígð í byrjun janúar.

 Sú nýbreytni var svo tekin upp á nýju ári með breyttu útliti að nú er ekki lengur sendur út fjölpóstur á alla félaga SÍM með hverri frétt, heldur er sendur út einn póstur í enda dags með hlekk yfir á auglýsta viðburði.

 

 1. Samstarfssamningur við Iceland Express: Meðal nýjunga á heimasíðunni er jafnframt bókunarhnappur Iceland Express, en skrifað var formlega undir samstarfssamning milli SÍM og IEX í byrjun febrúar s.l. Í gegnum bókunarhnappinn geta félagsmenn sem og allir landsmenn bókað flug, en viss prósenta rennur í ferða- og dvalarsjóð Muggs. Það gæti orðið dágóð upphæð, sem gæti jafnvel tvöfaldað sjóð Muggs árlega, ef allir félagsmenn eru duglegir við að kynna möguleikann fyrir vinum og vandamönnum og hvetjum við ykkur hér með til þess.

Fyrir utan bókunarhnappinn höfum við með samningnum fengið ótakmarkað magn miða fyrir félagsmenn til Kaupmannahafnar og Berlín á kr. 20.000 með sköttum, aðra leið, á veturna en 30.000 á sumrin. Þeir sem vilja nýta sér þau tilboð er bent að hafa samband beint við skrifstofu SÍM. Ef félagsmenn eru með mikinn farangur með í för geta þeir haft samband við IEX og kannað hvort möguleiki sé á að fá auka kílóafjölda. Það mun vera tekið fyrir hjá þeim m.t.t. fjölda farþega og verður afgreitt á “ad hoc” grundvelli.

 1. Muggur ferða- og dvalarsjóður
  Til þess að styrkja enn frekar ferða- og dvalarsjóð Muggs ákvað stjórn SÍM að hækka framlag félagsins í sjóðinn úr kr. 500.000 í 600.000 fyrir árið 2011. Það er von stjórnar SÍM að sú hækkun ásamt þeirri prósentu sem mun koma frá bókunarsjóði Iceland Express verði til þess að styrkja sjóðinn verulega.

 Líkt og um önnur verkefni og vinnustofudvöl þá geta félagsmenn sótt um dvalar- og verkefnisstyrk úr Muggi, en það er samt alls ekki sjálfgefið að sá styrkur fáist. Úthlutunarnefnd Muggs er alveg óháð stjórn SÍM og kemur hún þar hvergi nærri.

 1. Dagur myndlistar.

Dagur myndlistar var að þessu sinni haldinn hátíðlegur þann 2. október 2010 og var Kristjana Rós Gudjohnsen fengin til að skipuleggja hann. Í aðdraganda dagsins var í fyrsta sinn sett upp heimasíða fyrir Dag myndlistar. Þar verður í framtíðinni hægt að sækja beint um að taka þátt í deginum, bæði fyrir myndlistamenn og skóla.

Kynningar voru haldnar í 12 grunn- og framhaldsskólum og heppnuðust mjög vel. Eftir daginn var farið yfir það sem vel heppnaðist og einnig hvað mætti betur fara og skilaði Kristjana skýrslu um það til stjórnar. Var ákveðið að næsta ár yrði að vinna betur að kynningarmálum og hafa kynningar í skólunum vikuna á eftir dag myndlistar en ekki öfugt, en þannig gæfist meira ráðrúm til að hafa aðaláhersluna á daginn sjálfan.

Einnig var það mat manna að tímasetning á fyrstu helginni í október væri óheppileg þar sem sú dagsetning stangast á við m.a. umsóknir í launasjóðinn. Þannig sáu margir myndlistarmenn sér ekki fært að taka þátt í honum. Rætt var því um að færa daginn aftar á skólaárið og verður hann haldinn fyrstu helgi í nóvember á þessu ári. Sótt var um styrki til Dags myndlistar á þessu ári og fengust 200.000 frá MOFr og vonast SÍM þannig til að gera daginn enn veglegri á næsta ári.

 Vinnustofur SÍM

 1. Lyngás í Garðabæ.

Á vormánuðum 2010 bauðst SÍM til leigu húsnæði að Lyngási í Garðabæ. Þann 1. júní fluttu fyrstu listamennirnir inn og eru nú um tuttugu listamenn starfandi þar í sextán vinnustofum.Voru þær svo formlega opnaðar nú rétt fyrir jólin með opnu húsi þann 18. desember.

 1. Smiðjustíg 10 var ný vinnustofa tekin á leigu frá 1. mars. Það er rúmlega 100 fermetra húsnæði sem þrjár listakonur úr SÍM deila með sér. Þetta húsnæði fannst við leit að stærra húsnæði í miðbænum.
 1. Nýjar vinnustofur
  Unnið er að því hjá SÍM að fjölga vinnustofum enn frekar en komið er, þar sem viðvarandi biðlistar sýna að brýn þörf er á meiri vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn. Stendur nú leit yfir að hentugu húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og vonumst við til þess að geta sagt nánar frá þeim málum innan tíðar, en þær vinnustofur verða auglýstar með tölvupósti þegar þar að kemur.

 1. Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfsstöðum

Rekstrarfélag Sjónlistarmiðstöðvar Korpúlfsstöðaða sér um rekstur á vinnustofunum að Korpúlfsstöðum. Í rekstrarfélaginu sitja fulltrúar frá SÍM og hönnunarmiðstöð. Ingirafn Steinarsson sem var stjórnarformaður sagði af sér vegna anna nú í haust. Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður SÍM tók við embættinu, en auk hennar sitja í stjórn fyri hönd SÍM Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri og Jóhann Torfason myndlistarmaður.

Á Korpúlfsstöðum hafa bæst við þrjár nýjar vinnustofur á síðustu mánuðum og eru tvær þeirra þegar komnar í útleigu. Þetta eru vinnustofur þar sem áður voru kaffistofa og geymslur og skúmaskot sem söfnuðu til sín húsgögnum og rusli. Þannig nýtist húsnæðið nú betur dag frá degi. Eins má segja frá því að hjá Rekstrarfélagi Sjónlistarmiðstöðvar Korpúlfsstaða eru uppi áform um að hafinn verði rekstur á kaffistofu á fyrstu hæð þar sem er nú prójektrými og kaffikrókur og eins verði húsnæðið sem nú hýsir Myndlistarskólann í Reykjavík gert að galleríi. Myndlistarskólanum hefur þess í stað verið boðin aðstaða í hlöðunni á efri hæð hússins.

 1. Gestavinnustofur SÍM í Berlín
  Framkvæmdastjóri SÍM, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, stóð í ströngu á árinu við að koma upp aðstöðu fyrir íslenska myndlistarmenn í Berlín. Tók SÍM á leigu fjórar íbúðir með vinnuaðstöðu í Neue Bahnhofstrasse í Friedrichshein.Þar gefst félagsmönnum SÍM nú tækifæri á að leigja sér vinnuaðstöðu í mánuð í senn eða styttri tímabil yfir sumarið. Félagsmenn geta sótt um dvöl í Berlín hvenær sem er og verður ekki settur umsóknarfrestur á dvöl þar héðan í frá.
 1. Gestavinnustofur SÍM á Seljavegi

Á árinu sem er að líða hafa um 250 manns komið til landsins og gist í gestavinnustofum okkar á Seljavegi, Korpúlfsstöðum og í Hafnarstrætinu. Það eru listamenn frá um 30 löndum víðs vegar úr heiminum. Í hverjum mánuði setja þau upp sýningu hér í SÍM húsinu í lok dvalarinnar. Félagsmenn hafa tekið þessari nýbreytni vel enda góðir listamenn á ferð.

Alþjóðlegt samstarf

IAA – International Artist Association

Samband íslenskra myndlistarmanna hefur frá upphafi tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi ýmiskonar. SÍM er aðili að alþjóðlegu samtökunum IAA sem stofnuð voru í skjóli Unesco. Evrópudeild þeirra fundar reglulega og sat formaður SÍM Hrafnhildur Sigurðardóttir fund samtakanna í Bratislava um miðjan október, ásamt fyrrverandi formanni Áslaugu Thorlacius, þar sem hún er enn gjaldkeri samtakanna.

Ýmis hagsmunamál listamanna í Evrópu voru á baugi, þar með talið réttindabarátta listamanna í Tyklandi sem er áratugum á eftir okkur. Á fundinum var rætt um nýtt útlit skýrteinis IAA og samræmingu milli landa. Hefur skýrteini SÍM þar verið fyrmynd enda til fyrirmyndar. Félagsmenn SÍM tóku þó eftir breytingum á útlitinu nú um áramótin og var það til þess gert að öll skírteini í Evrópu séu sem líkust. IAA mun svo standa fyrir átaki til að kynna skírteinin svo að fleiri listasöfn í heiminum taki þau gild.

Aðalfundur heimssamtaka IAA að þessu sinni er haldinn í Mexíkó nú í mars, en SÍM sá ekki ástæðu til að senda fulltrúa sinn á fundinn þar sem félagið sendir fulltrúa nær árlega á aðalfund Evrópudeildar samtakanna. Við munum væntanlega fá úrdrátt frá þeim fundi þar sem m.a. stendur til að breyta gjaldskrá samtakanna, en sem stendur borgar Ísland meira fyrir aðild en t.d. Sviss.

BIN – Billedkunstnere i Norden og NKF – Nordisk Kunst Forbund

Formaður SÍM mun sitja fund NKF Nordisk Kunst Forbund í maímánuði og vonast til að þar verði umræður bæði gagnlegar og fræðandi, enda eigum við meira sameiginlegt með hinum Norðurlöndunum þegar kemur að hagsmunagæslu fyrir myndlistarmenn.

Eins hefur heyrst af því að listamannasamtökin í Noregi ætli sér að halda BIN fund á árinu, en tímasetning er ekki komin á þann fund.

KKNord – KulturKontakt Nord

Undanfarin þrjú ár hefur SÍM notið stuðnings KulturKontakt Nord vegna gestavinnustofa á Seljavegi og að Korpúlfsstöðum. Stuðningur KKNord fólst í því að SÍM gat boðið fjórum norrænum og baltneskum listamönnum á ári til tveggja mánaða dvalar sér að kostnaðarlausu auk ferða- og dvalarstyrks. SÍM sótti um endurnýjun á samningnum við KKNord en fékk ekki úthlutað til næstu tveggja ára.

Fulltrúar á vegum SÍM, þær Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Ingunn Fjóla Inþórsdóttir, sóttu fund á vegum KKNord sem haldinn var í Vilinius í lok október. Þar hittust fulltrúar þeirra norrænu gestavinnustofa sem hlotið hafa sambærilegan styrk á undanförnum og næstkomandi árum og báru saman bækur sínar. Það var mjög góður fundur og rætt var um hvað vel hefur verið gert og hvað betur mætti fara bæði innan gestavinnustofanna og í samstarfinu við KKnord.

2.Reikningar
3.  Stjórnarkosning
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð, sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs
6.  Lagabreytingar

Lög SÍM

LÖG SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA
samþykkt á aðalfundi í mai 2004.

 1. grein
  Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna.
 2. grein
  Skrifstofa og varnarþing er í Reykjavík.
 3. grein
  Tilgangur og markmið Sambands íslenskra myndlistarmanna er:
  a) að efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari allra myndlistarmanna og samningsaðili þeirra.
  b) að bæta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og réttar.
  c) Samband íslenskra myndlistarmanna hlutast ekki til um listastefnur, stjórnmálaskoðanir eða trúarbrögð.
 4. grein er nú svohljóðandi:
  Samband íslenskra myndlistamanna er heildarsamtök myndlistarmanna á Íslandi.

Félagar í Félagi íslenskra myndlistarmanna, Íslenskri grafík, Leirlistarfélaginu, Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Textílfélaginu verða sjálfkrafa félagar í SÍM enda séu inntökuskilyrði þeirra í samræmi við inntökureglur SÍM.

Stjórn SÍM tekur jafnframt nýja félaga inn í sambandið standist þeir inntökureglur eins og þær hafa verið samþykktar á aðalfundi.
Allar breytingar á inntökureglum SÍM verða að hljóta samþykki 2/3 mættra fundarmanna á aðalfundi.

Breytingartillaga við 4. gr:

Samband íslenskra myndlistamanna er heildarsamtök myndlistarmanna á Íslandi.

Félagar í Félagi íslenskra myndlistarmanna, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, Íslenskri grafík, Leirlistarfélaginu, Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Textílfélaginu verða sjálfkrafa félagar í SÍM enda séu inntökuskilyrði þeirra í samræmi við inntökureglur SÍM.

Stjórn SÍM tekur jafnframt nýja félaga inn í sambandið standist þeir inntökureglur eins og þær hafa verið samþykktar á aðalfundi.
Allar breytingar á inntökureglum SÍM verða að hljóta samþykki 2/3 mættra fundarmanna á aðalfundi.

 1. grein verður því með breytingum:

Samband íslenskra myndlistamanna er heildarsamtök myndlistarmanna á Íslandi.

Félagar í Félagi íslenskra myndlistarmanna, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, Íslenskri grafík, Leirlistarfélaginu, Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og Textílfélaginu verða sjálfkrafa félagar í SÍM enda séu inntökuskilyrði þeirra í samræmi við inntökureglur SÍM.

Stjórn SÍM tekur jafnframt nýja félaga inn í sambandið standist þeir inntökureglur eins og þær hafa verið samþykktar á aðalfundi.
Allar breytingar á inntökureglum SÍM verða að hljóta samþykki 2/3 mættra fundarmanna á aðalfundi.

 1. grein
  Félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna verða sjálfkrafa félagsmenn í Myndstefi, Myndhöfundasjóði Íslands.  Félagsmenn öðlast öll réttindi og skuldbinda sig til þess að hlíta öllum skyldum sem fylgja aðild að Myndstefi.
 2. grein
  SÍM er aðili að Bandalagi íslenskra listamanna.  Formaður SÍM er fulltrúi í stjórn BÍL og varaformaður í forföllum hans en stjórn SÍM sækir jafnframt aðalfundi BÍL.
 3. grein
  Stjórn Sambands íslenskra myndlistarmanna skipa fimm fulltrúar, formaður, varaformaður, ritari, vararitari og gjaldkeri. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur eru einnig kosnir til tveggja ára og skipta þeir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Aldrei skulu fleiri en tveir meðstjórnendur ganga úr stjórninni hverju sinni. Á aðalfundi skal ennfremur kjósa tvo varamenn. Ef stjórnarmaður hættir stjórnarsetu áður en kjörtímabili hans líkur skal varamaður skipa sæti hans . Ef aðalmaður boðar forföll skal boða varamann í hans stað. Stjórnin skal kosin á aðalfundi og eru allir fullgildir félagsmenn sambandsins kjörgengir. Þeir frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta í kjöri meðstjórnenda taka sæti í stjórn. Sá sem næstur kemur tekur sæti varamanns. Hljóti tveir menn jafna atkvæðatölu skal varpað hlutkesti á milli þeirra.
 4. grein er nú svohljóðandi:
  Aðalfundur skal haldinn að vori ár hvert og ekki seinna en í maílok.  Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.  Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins.

Aðalfundur skal auglýstur með átta vikna fyrirvara hið minnsta.  Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund svo að unnt verði að birta í fundarboði endanlegan lista yfir þá sem gefa kost á sér.

Fundarboð skal sent út minnst þremur vikum fyrir aðalfund.  Með fundarboði skal senda öllum fullgildum félagsmönnum kjörgögn og geta þá þeir sem þess óska sent atkvæðaseðil sinn til skrifstofu SÍM í þar til gerðu umslagi eða komið með hann á aðalfundinn og kosið þar.

Öll atkvæði skulu talin á aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera svohljóðandi:
1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs.
6.  Lagabreytingar.
7.  Ákvörðun félagsgjalda.
8.  Önnur mál.

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Breytingartillaga við 8. grein:

Aðalfundur skal haldinn að vori ár hvert og ekki seinna en í maílok.  Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.  Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins.

Aðalfundur skal auglýstur með átta vikna fyrirvara hið minnsta.  Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund svo að unnt verði að birta í fundarboði endanlegan lista yfir þá sem gefa kost á sér.

Fundarboð skal sent út minnst þremur vikum fyrir aðalfund.  Með fundarboði skal senda öllum fullgildum félagsmönnum kjörgögn. og geta þá þeir sem þess óska sent atkvæðaseðil sinn til skrifstofu SÍM í þar til gerðu umslagi eða komið með hann á aðalfundinn og kosið þar. Kosið er rafrænt í gegnum heimasíðu SÍM.

Öll atkvæði skulu talin á aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera svohljóðandi:
1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs.
6.  Lagabreytingar.
7.  Ákvörðun félagsgjalda.
8.  Önnur mál.

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

 1. grein verður því með breytingum:

Aðalfundur skal haldinn að vori ár hvert og ekki seinna en í maílok.  Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.  Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem eru fullgildir félagar samkvæmt skrám félagsins.

Aðalfundur skal auglýstur með átta vikna fyrirvara hið minnsta.  Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund svo að unnt verði að birta í fundarboði endanlegan lista yfir þá sem gefa kost á sér.

Fundarboð skal sent út minnst þremur vikum fyrir aðalfund.  Með fundarboði skal senda öllum fullgildum félagsmönnum kjörgögn. Kosið er rafrænt í gegnum heimasíðu SÍM.

Öll atkvæði skulu talin á aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera svohljóðandi:
1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs.
6.  Lagabreytingar.
7.  Ákvörðun félagsgjalda.
8.  Önnur mál.

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

 1. grein er nú svohljóðandi:
  Sambandsráð er stjórn til ráðgjafar.

Sambandsráð skipa formenn Félags íslenskra myndlistarmanna, Íslenskrar grafíkur, Leirlistarfélagsins, Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Textílfélagsins og fulltrúi félagsmanna sem ekki eru meðlimir í neinu af ofangreindum félögum, kosinn á aðalfundi sambandsins.

Sambandsráð skal funda með stjórn og varamönnum stjórnar minnst fjórum sinnum á ári.

Breytingartillaga við 9. grein
Sambandsráð er stjórn til ráðgjafar.

Sambandsráð skipa formenn fulltrúar Félags íslenskra myndlistarmanna, Félags íslenskra samtímaljósmyndara, Íslenskrar grafíkur, Leirlistarfélagsins, Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Myndlistarfélagsins, Textílfélagsins og fulltrúi félagsmanna sem ekki eru meðlimir í neinu af ofangreindum félögum, kosinn á aðalfundi sambandsins. Fulltrúar aðildarfélaga SÍM í Sambandsráði séu jafnframt fullgildir félagar í SÍM.

Sambandsráð skal funda með stjórn og varamönnum stjórnar minnst fjórum sinnum á ári.

 1. grein verður því með breytingum:

Sambandsráð er stjórn til ráðgjafar.

Sambandsráð skipa fulltrúar Félags íslenskra myndlistarmanna, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, Íslenskrar grafíkur, Leirlistarfélagsins, Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Myndlistarfélagið, Textílfélagsins og fulltrúi félagsmanna sem ekki eru meðlimir í neinu af ofangreindum félögum, kosinn á aðalfundi sambandsins. Fulltrúar aðildarfélaga SÍM í Sambandsráði séu jafnframt fullgildir félagar í SÍM.

Sambandsráð skal funda með stjórn og varamönnum stjórnar minnst fjórum sinnum á ári.

 1. grein
  Auk aðalfundar skal sambandið halda eigi færri en tvo almenna félagsfundi á ári, að hausti og um miðjan vetur.  Eru slíkir fundir ályktunarhæfir um atriði er snerta hagsmuni myndlistarmanna og allt annað er viðkemur félagsmönnum, hafi þeir verið boðaðir með viku fyrirvara.

Stjórn SÍM skal ávallt kveða saman félagsfund ef 30 félagsmenn eða fleiri æskja þess.  Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á félagsfundum.

 1. grein
  Stjórn SÍM ber ábyrgð á daglegum rekstri sambandsins á milli aðalfunda og geri samninga fyrir hönd félagsins. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra sambandsins. Ennfremur skipar stjórn í ráð og nefndir fyrir hönd sambandsins.
 2. grein
  Sambandið gefi út fréttablað/fréttabréf og starfræki skrifstofu með starfsmanni/framkvæmdastjóra.
 3. grein er nú svohljóðandi:
  Aðalfundur ákveður árgjald sambandsins.  Gjalddagi árgjalds í SÍM er 1. janúar ár hvert og eindagi 1. febrúar. Stjórninni er heimilt að innheimta félagsgjöld með 20% álagi ef þau eru ekki greidd á eindaga.

Nöfn þeirra félagsmanna sem ekki hafa greitt árgjald yfirstandandi árs, mánuði fyrir aðalfund, skulu sett á aukaskrá. Skal þeim tilkynnt þetta skriflega þegar í stað. Félagar á aukaskrá hafa ekki atkvæðisrétt á félagsfundum né aðalfundi og ekki heldur kjörgengi í stjórn eða önnur trúnaðarstörf fyrir sambandið, nema þeir hafi gert upp skuld sína fyrir aðalfund.

Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjaldið í tvö ár samkvæmt framansögðu, falla sjálfkrafa út af félagaskrá og verða ekki félagsmenn á ný fyrr en þeir hafa greitt skuld sína.

Félagsmenn sjötugir og eldri svo og stjórnarmenn SÍM skulu undanþegnir árgjaldi til sambandsins.

Skylt er að taka skriflega úrsögn félagsmanna til greina.

Breytingatillag við 13. grein:
Aðalfundur ákveður árgjald sambandsins.  Gjalddagi árgjalds í SÍM er 1. janúar ár hvert og eindagi 1. febrúar. Stjórninni er heimilt að innheimta félagsgjöld með 20% álagi ef þau eru ekki greidd á eindaga. Eftir eindaga reiknast almennir dráttarvextir.

Nöfn þeirra félagsmanna sem ekki hafa greitt árgjald yfirstandandi árs, mánuði fyrir aðalfund, skulu sett á aukaskrá. Skal þeim tilkynnt þetta skriflega þegar í stað. Félagar á aukaskrá hafa ekki atkvæðisrétt á félagsfundum né aðalfundi og ekki heldur kjörgengi í stjórn eða önnur trúnaðarstörf fyrir sambandið, nema þeir hafi gert upp skuld sína fyrir aðalfund.

Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjaldið í tvö ár samkvæmt framansögðu, falla sjálfkrafa út af félagaskrá og verða ekki félagsmenn á ný fyrr en þeir hafa greitt skuld sína.

Félagsmenn sjötugir og eldri svo og stjórnarmenn SÍM skulu undanþegnir árgjaldi til sambandsins.

Skylt er að taka skriflega úrsögn félagsmanna til greina.

 1. grein verður því með breytingum:
  Aðalfundur ákveður árgjald sambandsins.  Gjalddagi árgjalds í SÍM er 1. janúar ár hvert og eindagi 1. febrúar. Eftir eindaga reiknast almennir dráttarvextir.

Nöfn þeirra félagsmanna sem ekki hafa greitt árgjald yfirstandandi árs, mánuði fyrir aðalfund, skulu sett á aukaskrá. Skal þeim tilkynnt þetta skriflega þegar í stað. Félagar á aukaskrá hafa ekki atkvæðisrétt á félagsfundum né aðalfundi og ekki heldur kjörgengi í stjórn eða önnur trúnaðarstörf fyrir sambandið, nema þeir hafi gert upp skuld sína fyrir aðalfund.

Þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjaldið í tvö ár samkvæmt framansögðu, falla sjálfkrafa út af félagaskrá og verða ekki félagsmenn á ný fyrr en þeir hafa greitt skuld sína.

Félagsmenn sjötugir og eldri svo og stjórnarmenn SÍM skulu undanþegnir árgjaldi til sambandsins.

Skylt er að taka skriflega úrsögn félagsmanna til greina.

 grein

 1. Breytingar á lögum SÍM verða ekki gerðar nema á aðalfundi og því aðeins að 2/3 mættra fundarmanna greiði þeim atkvæði.  Allar tillögur um lagabreytingar svo og aðrar veigamiklar tillögur sem bera skal upp til atkvæða á aðalfundi skulu boðaðar í fundarboði.
 2. grein
  Félagar eru skyldir að hlýða lögum sambandsins og halda í einu og öllu þær samþykktir og samninga sem SÍM hefur gert.
 3. grein
  Lög þessi öðlast þegar gildi.
 4. Ákvörðun félagsgjalda
  8.  Önnur mál

 

Fundi slitið kl.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com