Aðalfundur SÍM fimmtudaginn 16. apríl 2015

Aðalfundur SÍM fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 18:00-20:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Nýja stjórn SÍM skipa frá 3. apríl 2014 Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður, Erla Þórarinsdóttir varaformaður, Gunnhildur Þórðardóttir ritari, Steingrímur Eyfjörð og Kristjana Rós Guðjohnsen meðstjórnendur. Stjórnarfundir voru 13 talsins, þar með talið tveir sambandsráðsfundir. Jafnframt voru haldnir þrír félagsfundir. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2015 rann út 23. febrúar sl.

Eftirtalin framboð bárust: Erla Þórarinsdóttir og Sindri Leifsson í sæti aðalmanna í stjórn og Helga Óskarsdóttir í sæti varamanns. Þar sem ekki bárust fleiri framboð telst stjórnin sjálfkjörin.

20 manns mættu á aðalfundinn.

 

Fundur hófst kl. 18.10

Formaður SÍM Jóna Hlíf Halldórsdóttir setur fundinn. Samþykkti fundurinn Olgu Bergmann sem fundarstjóra og Gunnhildi Þórðardóttur sem fundarritara.

 

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM fór í gegnum skýrslu stjórnar og dró saman aðalatriðin.

  1. Reikningar.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri SÍM sagði frá reikningum félagsins sem búið er að undirrita af stjórn SÍM og lögfræðingum félagsins. Framkvæmdarstjóri fór yfir reikninga sérstaklega varðandi gestavinnustofur SÍM á Íslandi og í Berlín. Fundarstjóri bar reikninga undir aðalfund og voru þeir samþykktir einróma.

  1. Stjórnarkosning. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2015 rann út 23. febrúar sl.

Eftirtalin framboð bárust: Erla Þórarinsdóttir og Sindri Leifsson í sæti aðalmanna í stjórn og Helga Óskarsdóttir í sæti varamanns. Þar sem ekki bárust fleiri framboð telst stjórnin sjálfkjörin.

  1. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr. Ólöf Björnsdóttir bauð sig aftur fram og var samþykkt af aðalfundi.
  2. Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs.

Guðrún Erla bauð sig ein fram sem félagslegur skoðunarmanna og löggilts endurskoðanda til eins árs og er hún því sjálfkjörin.

  1. Lagabreytingar. Á þessum aðalfundi var stjórn ekki með tillögu að neinni lagabreytingu.
  2. Ákvörðun félagsgjalda.

Stjórn SÍM kemur fram með tillögu um að félagsgjöld væru óbreytt eða 16.000 kr. Fundarstjóri býður aðalfundi að koma með breytingartillögur. Aðalfundur ræðir tillöguna og fundurinn samþykkti einróma að félagsgjöld verði óbreytt.

  1. Önnur mál.

            Þriðja tölublað af STARA, vefriti SÍM, kemur út á aðalfundinum.

           STARA er í fyrsta sinn bæði á íslensku og ensku.

            Ný og betri heimasíða SÍM er í vinnslu, kynning. 

            Gagnagrunnurinn UMM.IS, hefur fengið nýtt útlit, kynning

            Kynnt verður nýtt verkefni sem ber heitið ” Heildarmyndin”

Fundarstjóri bauð orðið laust

 

Guðrún Erla kom með tillögu um að Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, sem er einn af upphafsmönnum SÍM verði gerð að heiðursmeðlimi SÍM. Stjórn SÍM mun taka þetta mál upp.

 

Formaður kynnti nýtt útlit gagnagrunnsins UMM.IS. Stefnt verður að því að kynna nýjan vef í ágúst auk þess sem vefsíða Dags myndlistar verður uppfærð. Fyrirtækið Skapalón vinnur að gagnagrunninum. Formaður fór yfir gjaldskrá SÍM og sagði frá breytingum á henni en SÍM verður að hafa taxta ekki gjaldskrá. Taxtarnir eru viðmið.

Umræða og ábendingar um að laga orðalag: leiðbeinandi taxtar en ekki lágmarsktaxtar.

Laga orðalag þar sem kemur stundakennsla í LHÍ kr 6500 á kennslustund ekki klukkustund. Laga orðalag í kynning á erlendu tungumáli ekki kynning á ensku í háskólum eða 30% álag á kynningu í háskólum ef það er erlent tungumál. Fundarstjóri spyr aðalfund hvort fundurinn samþykkir þá tillögu að stjórn fari betur yfir gjaldskrá SÍM og fundur samþykkir.

 

Formaður kynnti STARA nýtt tímarit SÍM á netinu sem nú kemur út í þriðja sinn og er bæði á ensku og íslensku.

 

Formaður sagði frá samstöðufundi Myndstef sem haldin var í SÍM húsinu um höfundarréttarlög þar sem aðilum frá söfnum, stjórn SÍM og Myndstef voru boðaðir á. Umræðan var um höfundarréttarlögin sem eru ekki nógu skýr og stjórn SÍM fór fram á það í bréfi til Mennta og menningarmálaráðuneytisins að skýra opinberlega betur höfundarlögin.

Stjórn SÍM tekur það fram að Nýlistasafnið er safn listamanna og er ekki rekið opinberlega líkt og söfn sveitarfélaganna. Formaður greindi frá niðurstöðum fundarins en Ísland er eina landið af norðurlöndunum sem greiðir ekki listamönnum fyrir að birta verk þeirra opinberlega.

 

Formaður og Steingrímur Eyfjörð aðalmaður í stjórn kynntu ‘Heildarmyndina’ en kortið af heildarmyndinni er framlag SÍM til þess að sameina framtíðarsýn þeirra sem koma að myndlist á Íslandi. Þetta er til sýnis í 3 tbl. STARA og einnig á http://www.heildarmyndin.blogspot.com/

 

Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í mars 2013 og lýkur þeirra kjörtímabili vorið 2015: Kristjana Rós Guðjohnsen, aðalmaður, Erla Þórarinsdóttir, aðalmaður og Rósa Sigrún Jónsdóttir,varamaður. En Erla bauð sig fram aftur og situr því til vors 2017.

 

Fleiri mál voru ekki rædd og fundi slitið kl. 20.08

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com