Aðalfundur SÍM 3. apríl 2014

FUNDARGERÐ

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA
verður haldinn 3. apríl 2014 í SIM – Húsinu

  1. 17:00

Fundur hófst kl 17:12

 

Formaður SÍM, Hrafnhildur Sigurðardóttir setur fundinn. Samþykkir fundurinn að Hlynur Helgason sé fundarstjóri og Kristjana Rós Guðjohnsen fundarritari.

 

Hlynur fer yfir dagskrá fundarins.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar

Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður SÍM fer yfir skýrslu stjórnar SÍM.
2. Reikningar

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri SÍM fer yfir reikninga endurskoðenda, fyrirtækið Ernst & Young fór yfir reikninga SÍM 2013.

Spurningar og athugasemdir

Framkvæmdarstjóri fór yfir reikninga sérstaklega varðandi gestavinnustofur SÍM á Íslandi og í Berlín, en gestavinnustofur SÍM í Berlín fóru úr 4 í 2 á árinu.

Fundarstjóri ber reikninga undir aðalfund og hann er samþykktur einróma.


  1. Stjórnarkosning

Fundarstjóri fer yfir atkvæði kosningar félasgmanna til stjórnar SÍM

630 félagsmenn eru á kjörskrá og 233 greiddu atkvæði og fjórir seðlar auðir. Atkvæðin fóru þannig:

 

Úrslit í framboði til formanns SÍM voru eftirfarandi:

 

– Jóna Hlíf Halldórsdóttir fékk 125 atkvæði eða 54.59% atkvæða og er kjörinn nýr formaður SÍM.

– Hrafnhildur Sigurðardóttir hlaut 90 atkvæði eða 39.30% atkvæða.

 

Úrslit í framboði til stjórnar SÍM voru eftirfarandi:

 

Fjórir voru í kjöri til meðstjórnar, og atkvæðin fóru þannig:

 

– Gunnhildur Þórðardóttir hlaut 188 atkvæði eða 69% atkvæða og er aðalmaður í stjórn

– Steingrímur Eyfjörð hlaut 103 atkvæði eða 44.98% atkvæði og er aðalmaður í stjórn

– Sigurður Valur Sigurðsson hlaut 59 atkvæði eða 25.76% atkvæða

– Lárus H List hlaut 24 atkvæði eða 10.48% atkvæða

 


  1. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.

Ólöf bauð sig ein fram sem fulltrúi einstaklinga í SÍM i sambandsráðið og er því sjálfkjörin.


  1. Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs

Guðrún Erla bauð sig ein fram sem félagslegur skoðunarmanna og löggilts endurskoðanda til eins árs og er hún því sjálfkjörin.


  1. Lagabreytingar

Tillaga Ástu Ólafsdóttur að breytingu á 7. grein laga SÍM. (setja hér breytingartillögu Ástu). Fundarstjóri las upp bréf frá Ástu þar sem að hún útskýrir hvers vegna hún vill breyta lögunum á þennan hátt. Fráfarandi formaður SÍM útskýrir hlið stjórnar SÍM.

 

Ef að tillagan verður samþykkt þá verður stjórnin að velja fyrsta varamann inn í stjórn ef að aðalmaður segir af sér.

 

Breytingin var lögð undir atkvæði aðalfundar og fór hún á eftirfarandi hátt.

Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn einu og níu sátu hjá.


  1. Ákvörðun félagsgjalda

Stjórn SÍM kemur fram með tillögu um að félagsgjöld væru óbreytt eða 16.000 kr. Fundarstjóri býður aðalfundi að koma með breytingartillögur. Aðalfundur ræðir tillöguna og tillagan var lögð undir atkvæði aðalfundar og fór hún á eftirfarandi hátt.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.


  1. Önnur mál

Fundarstjóri býður orðið laust,

 

Umræðan snýst að virðisaukaskatti á verkum myndlistarmanna.

Spurning kemur fram um almenna afstöðu til félagsmanna að vilji sé að virðisaukaskattur sé settur á myndlistarverk.

Rætt var að spurningunni sé komið að í væntanlegri launakönnun.

Þá kom fram sú spurning um hvort að ríkið rukki virðisaukaskatt sem innskatt og útskatt til að hægt sé að fylgjast með sölu á myndverkum.

 

Fráfarandi formaður fer yfir skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina frá 2010 en myndlistarmenn eru ekki innan skýrslunnar þar sem sá þáttur er ómælanlegur.

Fram kemur að myndlistarmenn verði að vera vakandi fyrir samfélagsumræðunni um virðisaukaskattinn.

 

Fundarstjóri spyr aðalfund hvort fundurinn samþykkir þá tillögu að beina því til stjórnar að skoða þessa þætti varðandi virðisaukaskatt og svara grein í Viðskiptablaðinu.

 

Tillagan var lögð undir aðalfund og fór á eftirfarandi:

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.
 

 

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

 

Þeir félagsmenn sem skulda félagsgjöld 2014 og/eða eldri eru hvattir til þess að greiða þau tímanlega, að öðrum kosti eru þeir ekki kjörgengir.

 

Stjórn skal kosin rafrænt og eru allir skuldlausir félagsmenn sambandsins kjörgengir.

 

Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM eigi síðar en kl. 16:00, mánudaginn 24. febrúar 2013.

 

Að þessu sinni lýkur kjörtímabili formanns SÍM, tveggja stjórnarmanna og

eins varamanns.

 

Eftirtaldir stjórnarmenn og formaður SIM voru kjörnir til tveggja ára í mars 2012, og lýkur þeirra kjörtímabili á næsta aðalfundi í apríl 2014:

Hrafnhildur Sigurðardóttir,formaður, Kristín Gunnlaugsdóttir,aðalmaður, Rósa Sigrún Jónsdóttir,aðalmaður og Ásta Ólafsdóttir,varamaður
Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í mars 2013 og lýkur þeirra kjörtímabili vorið 2015:

Kristjana Rós Guðjohnsen,aðalmaður, Erla Þórarinsdóttir,aðalmaður og Rósa Sigrún Jónsdóttir,varamaður.

 

Fleiri mál voru ekki rædd og fundi slitið.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com