AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA

         FUNDARBOР

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA
verður haldinn 13. april 2019 í SIM – Húsinu, Hafnarstræti 16,
kl. 13:00 -16:00

Dagskrá aðalfundar:
1.  Skýrsla stjórnar
2.  Reikningar
3.  Stjórnarkosning
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6.  Lagabreytingar
7.  Ákvörðun félagsgjalda
8.  Önnur mál

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Stjórnin skal kosin rafrænt og eru allir skuldlausir félagsmenn sambandsins kjörgengir.

Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM (sim@sim.is) eigi síðar en kl. 16:00, mánudaginn 18. mars 2019. 

Eftirtaldir stjórnarmenn og formaður SÍM voru kjörnir til tveggja ára í maí 2018 og lýkur þeirra kjörtímabili árið 2020.

Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Páll Haukur Björnsson, aðalmaður, Ragnhildur Weisshappel, aðalmaður og Hildur Ása Henrýsdóttir, varamaður.

Eftirtaldir stjórnarmenn og varamaður voru kjörnir til tveggja ára í apríl 2017 og lýkur þeirra kjörtímabili 2019: 

Starkaður Sigurðarson, aðalmaður og Erla Þórarinsdóttir, varamaður.

Starkaður Sigurðarson og Hildur Ása Henrýsdóttir hafa ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn SÍM næsta kjörtímabil. 

Bestu kveðjur,

Ingibjörg Gunnlagusdóttir, framkvæmdastjóri

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com