AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA verður haldinn 16. apríl 2015 í SIM – Húsinu, Hafnarstræti 16

  

        

      

  FUNDARBOР

 

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA

verður haldinn 16. apríl 2015 í SIM – Húsinu, Hafnarstræti 16,

  1. 18:00 – 20:00

 

Dagskrá aðalfundar:
1.  Skýrsla stjórnar
2.  Reikningar
3.  Stjórnarkosning
4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og löggilts endurskoðanda til eins árs
6.  Lagabreytingar
7.  Ákvörðun félagsgjalda
8.  Önnur mál
Þriðja tölublað af STARA, vefriti SÍM, kemur út á aðalfundinum.

STARA er í fyrsta sinn bæði á íslensku og ensku.

Ný og betri heimasíða SÍM er í vinnslu, kynning.

Gagnagrunnurinn UMM.IS, hefur fengið nýtt útlit, kynning

Kynnt verður nýtt verkefni sem ber heitið ” Heildarmyndin”

Kortið af heildarmyndinni er framlag SÍM til þess að sameina framtíðarsýn þeirra sem koma að myndlist á Íslandi.
Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

 

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2015 rann út  23. febrúar sl.

Eftirtalin framboð bárust:

Erla Þórarinsdóttir og Sindri Leifsson í sæti aðalmanna í stjórn og Helga Óskarsdóttir í sæti varamanns.

Þar sem ekki bárust fleiri framboð telst stjórnin sjálfkjörin.

 

Eftirtaldir stjórnarmenn og formaður SIM voru kjörnir til tveggja ára í apríl 2014,

þeirra kjörtímabili líkur í apríl 2016:

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður, Gunnhildur Þórðardóttir, aðalmaður, Steingrímur Eyfjörð, aðalmaður og Sigurður Valur Sigurðsson, varamaður.

 

 

Boðið verður upp á hressandi súpu á fundinum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn.

 

Skrifstofa SÍM.

      

      

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com