Sím.listamenn

Aðalfundi SÍM frestað til 22.júní 2020

Kæru félagsmenn,

Áformuðum aðalfundi SÍM sem boðaður hafði verið þann 30. maí hefur verið frestað vegna þess að athugasemdir bárust um að ekki hefði verið boðað til fundarins með á réttan hátt.

Vegna þessa hefur verið ákveðið að senda endanlegt aðalfundarboð út á ný, til að fullnægja kröfum laga félagsins um að endanlegt aðalfundarboð þurfi að senda út með minnst 3 vikna fyrirvara. 

Ástæða þess að fyrra fundarboð var sent út með of litlum fyrirvara var sú að vegna neyðarástands í tengslum við Covid-19 faraldurinn var ekki hægt að skipuleggja fund fyrir maílok og uppfylla samhliða því skilyriði um 3 vikna fyrirvara. Fyrst lögmæt athugasemd hefur verið gerð við fundarboðið reyndist nauðsynlegt að fresta fundinum fram í júní.

FUNDARBOÐ

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA 2020

verður haldinn á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum,

mánudaginn 22. júní 2020, kl. 17:00 –18:30.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar kynntir og lagðir fram til samþykktar
  3. Stjórnarkosning, kynning nýrra fulltrúa
  4. Kosning fulltrúa í sambandsráð SÍM fyrir hönd félagsmanna með einstaklingsaðild (einn fulltrúi sbr. 9. gr. laga SÍM)
  5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
  6. Lagabreytingar
  7. Ákvörðun félagsgjalda
  8. Önnur mál
    1. Umræður um styrkja- og launamál,eftir því sem tími vinnst til.

Stefnt að því að fundi ljúki kl. 1830. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2020 rann út  27. febrúar 2020.

Eftirtalin framboð til tveggja ára bárust:

Anna Eyjólfsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku.  Hulda Rós Guðnadóttir, Hlynur Helgason og Páll Haukur Björnsson bjóða sig fram í stjórn og varastjórn.

Eftirtaldir stjórnarmenn og varamaður voru kjörnir til tveggja ára á aðalfundi SÍM í apríl2019.

Hlynur Helgason, Rúrí, Starkaður Sigurðsson og Freyja Eilíf, í stjórn og varastjórn.

Þar sem ekki bárust fleiri framboð telst stjórnin sjálfkjörin.

Lagabreytingartillaga:

Stjórn SÍM leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á lögum SÍM.

13. grein 5. mgr. hljóðar svo:

Félagsmenn sjötugir og eldri svo og stjórnarmenn SÍM skulu undanþegnir árgjaldi til sambandsins

.

Lagt er til að 13. grein  5. mgr. verði framvegis:

Félagsmenn sjötugir og eldri greiða hálft árgjald til sambandsins, stjórnarmenn SÍM skulu undanþegnir árgjaldi til sambandsins.

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Félagsmenn eru hvattir til að greiða félagsgjöldin tímanlega fyrir aðalfundinn.

Bestu kveðjur

Skrifstofa SÍM

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com