Sím.listamenn

Aðalfundur SÍM 2021

FUNDARBOÐ

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA

verður haldinn 29. maí 2021 í SIM – Húsinu, Hafnarstræti 16,  kl. 13:00 -15:00

Dagskrá aðalfundar:

1.  Skýrsla stjórnar

2.  Reikningar

3.  Stjórnarkosning

4.  Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.

5.  Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs

6.  Lagabreytingar

7.  Ákvörðun félagsgjalda

8.  Önnur mál

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2021 rann út  8. mars 2021.

Eftirtalin framboð bárust: 

Hildur Elísa Jónsdóttir og Pétur Thomsen í sæti aðalmanna í stjórn og Elílsabet Stefánsdóttir í sæti varamanns.

Eftirtaldir stjórnarmenn og varamaður voru kjörnir til tveggja ára í júní 2020 og lýkur þeirra kjörtímabili 2022: 

Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Hlynur Helgason, varaformaður, Freyja Eilíf aðalmaður

og Páll Haukur Björnsson, varamaður.

Stjórn SÍM verður því þannig skipuð næsta kjörtímabil:

Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Hlynur Helgason, varaformaður, Freyja Eilíf, aðalmaður,  Hildur Elísa Jónsdóttir, aðalmaður og Pétur Thomsen, aðalmaður.

Varemenn eru Páll Haukur Björnsson og Elísabet Stefánsdóttir.

Þar sem ekki bárust fleiri framboð telst stjórnin sjálfkjörin.

Bestu kveðjur

Ingibjörg Gunnlagusdóttir, framkvæmdastjóri

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com