Að Fenginni Reynslu Boðskort 1

Að fenginni reynslu

Úr sýningarskrá:

“Margir eiga bágt í samfélagi okkar. Sumir eru jaðarsettir, utangarðs, jafnvel útskúfaðir og jafnframt í vissum skilningi innilokaðir eða staddir í blindgötu. Við erum stundum fljót að dæma.

Það er mikilvægt að gæta virðingar. Allir hafa sögu að segja.

Jákvæðni, umburðarlyndi, tillitssemi og trúnaður er mikilvægt.

Það er líka mikilvægt að taka fólki eins og það er og vera til staðar fyrir hvert annað. Verkin innihalda sammannlega og almenna skírskotun.”

Sýningin samanstendur af myndverkum og ljóðum.

Ljóðin eru frumort af mér og þýdd á ensku af Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com