K&B

A Kassen opnar sýninguna Móðir og barn föstudaginn 16.ágúst kl. 17

Á sýningunni Móðir og barn í Kling & Bang má sjá verk eftir hinn þekkta danska myndlistarhóp A Kassen. Meðlimir hópsins eru listamennirnir Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Soren Petersen og Tommy Petersen sem stofnuðu A Kassen í Kaupmannahöfn árið 2004.

Hvað miðla varðar spanna verk hópsins allt frá gjörningainnsetningum yfir í skúlptúra og ljósmyndir, oft með tilbúnum fundnum hlutum eða, nánar til tekið, hlutum sem voru framleiddir fyrir eitthvað allt annað en það sem A Kassen gerir við þá. A Kassen leggur sig fram um að skapa aðstæður sem eru í senn sannarlega undarlegar og einkennilega hversdagslegar. Þetta gera þeir oft með háðsádeilu á viðtekna hætti, afbyggingu línulegrar frásagnar og merkingar um leið og fáránleika og vonleysi er blandað vandlega saman við húmor.  Sýningin Móðir og barn virðist eiga sér stað alls staðar nema í sýningarrýminu þar sem hún er. Eða, svo virðist sem hún breiði úr sér og skilji mörg hefðbundnu sýningarrými gallerísins eftir auð. En kannski er það sýningarstaðurinn sem er til sýnis. Sýningin er í Kling & Bang en gerir sig einnig hluta af byggingunni.

Sýningin stendur til 29. september.

Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl.12-18 (til 21.00 á fimmtudögum), lokað mánudaga.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com