FreyjaBrák

A! Gjörningahátíð

A! Gjörningahátíð var haldin í fyrsta sinn dagana 3. – 6. september 2015. Hátíðin tókst einstaklega vel og gestir voru hátt í 1.500 á þá 16 viðburði sem boðið var uppá þá fjóra daga sem hátíðin stóð yfir.

Fjölbreyttir gjörningar myndlistarmanna og sviðslistafólks voru á A! og meðal þeirra sem fram komu voru Magnús Pálsson, Anna Richardsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Snorri Ásmundsson, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir, Freyja Reynisdóttir & Brák Jónsdóttir, Örn Ingi Gíslason, Hekla Björt Helgadóttir, Choreography Rvk og Kriðpleir. Auk þess varoff venue” dagskrá í Listagilinu og víðar og á sama tíma fór fram vídeólistahátíðin heim.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir gagnrýnandi Víðsjár á Rás 1 sagði meðal annars í pistli sínum um hátíðina:  “Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður.”

Að A! Gjörningahátíð standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöðíslenskrar myndlistar meðstuðningi fráMyndlistarsjóði og fjölda fyrirtækja áAkureyri.

Stefnt er að því að A! Gjörningahátíð verði að árlegum viðburði. Meðal þeirra sem vonir standa til að komi fram á A! 2016 eru: Kristján Ingimarsson, Sara Björnsdóttir, Ásmundur Ásmundsson auk viðburða sem settir verða upp á LOKAL og Reykjavík Dance Festival.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com