Á förnum vegi – annar hluti. Dagur Gunnarsson opnar sýningu fimmtudaginn 16. júlí kl. 17 í Borgarbókasafninu

 image002image002

Dagur Gunnarsson

Á förnum vegi – Annar hluti

16.7. – 30.8. 2015

Borgarbókasafninu, Tryggvagata 15

 

Á förnum vegi – Annar hluti er sýning á svarthvítum ljósmyndum Dags Gunnarssonar. Eins og nafnið gefur til kynna tengist þessi sýning annarri sýningu sem nú stendur yfir í  Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningarnar eru báðar í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Sá hluti sem nú er hleypt af stokkunum er á jarðhæð. Þar ber að líta andlitsmyndir af því fólki sem slæðist framfyrir linsu ljósmyndarans.

Um andlitsmyndir segir Dagur: „Góðar andlitsmyndir hreyfa við okkar innsta kjarna því þær vekja forvitni og viðbrögð sem spanna allan tilfinningaskalann. Við skönnum stöðugt þau andlit sem verða á vegi okkar, það er hluti af viðvörunarkerfi undirmeðvitundarinnar. Er viðkomandi vinveittur eða fjandsamlegur? Skyldur okkur eða framandi? Glaður eða reiður?

Andlitsmyndir tala til okkar með beinum hætti. Það þarf engin prófskírteini til að lesa í andlit – það er hæfileiki sem við fáum í vöggugjöf.“

Þær myndir sem hér birtast eru af fólki sem hefur orðið á vegi ljósmyndarans af ýmsum ástæðum. Sumir eru vinir og vandamenn eða samstarfsfólk sem hefur ekki getað skotið sér undan linsunni. Aðrir hafa verið viðmælendur hans í einhverjum fjölmiðlanna sem hann hefur unnið á, sem útskýrir hátt hlutfall listamanna í þessari myndaröð.

Dagur Gunnarsson nam ljósmyndun í London College of Printing og útskrifaðist 1995. Hann hefur stundað ljósmyndun frá unga aldri og hefur sérhæft sig í andlitsmyndum.
Fólk er viðfangsefni Dags hvort sem hann hefur starfað í fjölmiðlum eða ferðamennsku og það sama gildir um ljósmyndunina. Útskriftarverkefni Dags úr LCP voru svarthvít portrett og hann hefur haldið áfram á þeirri braut. Dagur hefur sýnt tvisvar áður í Reykjavík, á Mokka 1991 og í Gallerí Grums, 2009 og myndir hans hafa birst á vefmiðlunum ruv.is og mbl.is.
Sýningin er styrkt af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.

Sýningarstjóri er Harri Gylfason.

 

 

———————————–

 

Dagur Gunnarsson

In Passing – Part two

16.7. – 30.8. 2015

Reykjavík City Library, Tryggvagata 15

 

In Passing – Part two is an exhibition of black and white photographs by Dagur Gunnarsson. This is the printed part of the exhibition and can be viewed on the ground floor of Grófarhúsið, the other part is on display in the Reykjavík Museum of Photography on the 6th floor. These are all black and white portraits of people that have passed by the photographers lens.

„Good portraits touch us because they arouse curiosity and reactions which span the whole emotional scale. We constantly scan the faces we meet, it is part of our subconscious alarm system. Is it a friendly face or is it hostile? Related to us or exotic? Happy or angry?

Portraits talk to us directly. No diplomas are required to read faces – it is a gift we are endowed with from birth.“ Says Mr Gunnarsson.

The subjects in these photographs are people the photographer has met for various reasons. Some are friends and relatives or colleagues who couldn´t escape his lens. Others he has interviewed for radio or newspapers in his capacity as a journalist, which explains the high percentage of artists in this series of photographs.

Dagur Gunnarsson finished a BA-hons degree in Photography at the London College of Printing in 1995. He has been photographing from an early age, specialising in portraits. Gunnarsson‘s subject is people, whether he is working in the media and the same goes for photography.

He has held two solo exhibitions in Reykjavík before, in Cafe Mokka, 1991 and in Gallerí Grums, 2009. His photos have appeared in the Icelandic news media, ruv.is and mbl.is.

The exhibition is sponsored by The Division of Culture and Tourism of Reykjavík City.

Curator is Harri Gylfason.

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com