4734950a E3f7 49e2 88a3 F22b0e5284a4

Á annað hundrað vilja gera listaverk í Vogabyggð

Á annað hundrað vilja gera listaverk í Vogabyggð


Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en 165 myndlistarmenn lýstu yfir áhuga á því að vinna útilistaverk í Vogabyggð í Reykjavík í samkeppni sem Reykjavíkurborg hleypti af stokkunum í apríl. Samkeppnin var auglýst alþjóðlega og eru 70% umsóknanna frá listamönnum búsettum erlendis.

Forvalsnefnd fer nú með það verkefni að velja úr innsendum umsóknum allt að átta listamenn eða hópa til þess að vinna að tillögum að listaverkum. Vegna fjölda umsókna hefur nefndin áskilið sér lengri frest til þess að fara yfir þær og stefnir að því að hafa lokið störfum þann 28. maí.

Listamennirnir/hóparnir sem verða fyrir valinu fá greiddar 600.000 kr. hver fyrir tillögugerðina.

Samkeppnin er haldin samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Forvalsnefnd er skipuð þremur fulltrúum: Frá menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar, frá innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur og frá SÍM.

Nánari upplýsingar um samkeppnina og Vogabyggð má finna hér:
https://reykjavik.is/samkeppni-um-listaverk-i-almenningsrymi-i-vogabyggd-2018

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com