
9. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 22. ágúst 2012
Fundargerð
- Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 22. ágúst 2012 kl. 13:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.
Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Unnar Örn Jónasson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri.
Fundur settur. kl. 13:05
- Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundarmenn báðu um frestun til næsta fundar. Sjá fundargerð í möppu 7. á innra neti.
- ,,Skýrsla” stjórnar listamannalauna, viðbrögð BÍL við henni og greinagerð SÍM vegna launasjóðs myndlistarmanna – staða mála til umræðu. Sjá gögn á innra neti. Formanni SÍM er falið að skrifa skýrslu til Mennta- og menningarráðherra og BÍL varðandi stöðu myndlistarmanna í launasjóðnum.
- Erindi Ástu Ólafsdóttur frá 22. júní vegna kosningarfyrirkomulags og breytingartillögur á 7. og 8. grein laga SÍM, sem og á kjörgögnum – til afgreiðslu. Harpa Fönn lögfræðingur bað um frest til að skila tillögum að lagabreytingum. Þær verða teknar fyrir á næsta fundi.
Kristín Gunnlaugsdóttir gekk á fundinn kl. 13:30
- Rekstraráætlun SÍM, hálfsársuppgjör – Ingibjörg kynnir. Ingibjörg lagði fram hálfsáruppgjör SÍM. Rætt var um uppgjörið og vinnustofumál. Hagnaður SÍM fyrstu 6 mánuði ársins var 2.653.904.
- Launaviðtal formanns og framkvæmdastjóra – til umræðu og afgreiðslu. Laun Ingibjargar haldast óbreytt. Stjórn SÍM ætlar sér að taka umhugsunarfrest til næsta fundar til að skilgreina launagrunn formanns.
- Nýr varafulltrúi í Launasjóð myndlistarmanna. Formanni er falið að hringja í þá sem eru næst á lista samkvæmt niðurröðun atkvæðagreiðslu í vor.
- Þýðing á MU samningi og heimboð til Stokkhólms – staða mála til umræðu. Ákveðið var að halda sérstakan vinnufund um MU samninginn miðvikudaginn 5. september kl. 10.
- Könnun SÍM á högum myndlistarmanna – spurningar könnunarinnar til umræðu. Verður afgreitt á vinnufundinum 5. september
- Siðaregur og verklagsreglur SÍM. Frestað til næsta fundar.
- Önnur mál.
- Fundartími verður héreftir kl. 10:00 á miðvikudagsmorgnum.
- Ásmundur benti á að Listaháskóli Íslands hefði með skipan í fagráð vegna ráðningar prófessors í tímatengdum miðlum brotið eigin lög. Stjórn SÍM ákvað að taka málið sérstaklega fyrir á næsta fundi.
- Unnar Örn benti okkur á ,,Manifesto” listamanna frá Berlín. Málið tengist málefnum MU samningsins. Gott væri að stjórnarliðar væru búnir að kynna sér það fyrir vinnufundinn.
Fundi slitið. kl. 16:00