8. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 21. nóvember 2013

Fundarboð

 1. Stjórnarfundur SÍM fimmtudaginn 21. nóvember 2013 kl. 15:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

Mættir:

Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigrún Rósa, Erla Þórarinsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, sem ritaði fundinn.

Fundur settur k. 15:05

Dagskrá fundarins er enn sem komið eftirfarandi:

1. Skipun fulltrúa SÍM í höfundarréttarráð. Einn karlmann og eina konu. Stjórn tilnefnir Sigurð Guðjónsson og Hrafnhildi Sigurðardóttur. Skrifstofu SÍM falið að kanna hvort Sigurður vilji stitja í ráðinu.

2. Dagsetning aðalfundar SÍM til umræðu og afgreiðslu.
Ingibjörg bendir á að tími sé of knappur til að hafa aðalfund í mars og leggur til að haldinn sé aðalfundur fyrstu viku í apríl. Leggur stjórn til tíma 03. apríl. Rætt verður nánar um hugsanlegt málþing í vikunni á undan – eða eftir aðalfund.


 1. Myndlistarsjóður – staða mála – til umræðu.
  Hrafnhildur Sigurðardóttir fer yfir stöðu mála, Hrafnhildur og Erla hafa fundað með listfræðifélaginu LFFÍ. Sameiginlegt bréf félaganna var sent til fjárlaganefndar og fjölmiðla. Hjá BÍL var fundað og farið yfir tillögur að auglýsinga-herferð til stuðnings skapandi greinum, það starf er nú í fullum gangi og verða birtar bráðlega. Þetta er ímyndarherferð, sem á að skapa jákvæðni í umræðu um skapandi greinar út í samfélagið. Hvetur Kolbrún alla til þess að skrifa greinar í fjölmiðla. Fylgjast þarf vel með annari umræðu á alþingi sem hefst í desember. Fréttablaðið hefur áhuga á að fjalla um niðurskurð listasjóðanna, verður Hrafnhildur í sambandi við blaðamann og vinnur með henni upplýsingar í grein. Myndlistarráð hefur fundað með Mennta- og menningarmálaráðherra en þar kom fram að staðan sé ekki góð. Hrafnhildur mun upplýsa stjórn um þróun mála. Hvatt er til þess að stjórn hvetji alla myndlistarmenn til að skrifa greinar og varpa ljósi á málefnið og stöðuna.

 2. Niðurfelling styrkja hjá KÍM – til umræðu.
  Hrafnhildur sendi erindi á MMNR og KÍM, Þóroddur svaraði með því að vísa erindinu til Guðnýjar Helgadóttur hjá MMNR.

Í bréfi segir ,,Vísað er til tölvuskeytis yðar dags. 23. október sl. Þar sem spurst er fyrir um niðurfellingu síðustu úthlutunar verkefna- og ferðastyrkja 2013 hjá Kynningarmiðstöð Íslenskrar Myndlistar. Kynninarmiðstöð íslenskra myndlistar hefur tilkynnt ráðuneytinu með vísan til greinar 6.1. í samningi ráðuneytisins og miðstöðvarinnar frá 28. desember 2011 að miðstöðin geti ekki uppfyllt ákvæði samningsins um úthlutun verkefna- og ferðastyrkja 2013 vegna bágrar fjarhagsstöðu. Ráðuneytið hefur fallist á beiðni miðstöðvarinnar. Myndlistarsjóður tók til starfa í ár með 45 m.kr. Framlagi. Myndlistarmenn geta beint umsóknum sínum í þann sjóð en næsti umsóknarfrestur er 2. desember n.k.

Fyrir hönd ráðherra skrifar undir:

Karitas H. Gunnarsdóttir og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir.

Stjórn SÍM ákvað að senda nýja fyrirspurn um hvort styrkúthlutun verði löguð á næsta ári. Fulltrúar Kynningarmiðstöðvarinnar verða boðaðir á samráðsfund um þróun á starfsemi KÍM.


 1. Önnur verkefni SÍM á starfsáætlun – til umræðu og afgreiðslu.
  Hrafnhildur fer yfir starfsáætlunina, launa og skoðanarkönnunin er brýnt verkefni sem þarf að framkvæma. Kristjana fer í að senda fyrirspurn á Dr. Margréti Sigrúnu hjá rannsóknarskrifstofu skapandi greina hjá Háskóla Íslands um að benda á rannsóknarstyrki og hvert hægt er að sækja slíkt. Einnig að fá tillögur frá Margréti að rannsóknaraðilum. Hún þarf að vera tilbúin sem fyrst og í framhaldi af því þá þurfum við að hamra á MU samningnum. Ákveðið hefur verið að samningurinn verði kynntur á opnum málfundi sem Listasafn Íslands mun standa fyrir í janúar 2014. Stjórn SÍM ákvað að funda með Listasafni Íslands fyrir málþingið og var Kristínu falið að vera milliliður. Búið er að fækka gestavinnustofum SÍM í Berlín úr fjórum í tvær.
 2. Önnur mál. Stjórn leggur til að allir fulltrúar sem SÍM skipar í nefndir geri grein fyrir störfum í nefndum og kynnni á aðalfundi.
  Fundi slitið kl. 18:00

Næsti stjórnarfundur verður fimmtudaginn 12. desember. Kl 18:00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com