7. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 16. október 2013

  1. Stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 16. október 2013 kl. 16:00
    haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigrún Rósa, Erla Þórarinsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, sem ritaði fundinn.

Fundur settur kl 16:05

  1. Málefni Myndlistarsjóðs – til umræðu.

IAA ályktar um málefni myndlistarsjóðs þar sem frumvarp til fjárlaga felur í sér að framlög til myndlistarsjóðs verði felld út fyrir árið 2014, bréfið var samþykkt af stjórn IAA. Bréf fylgir í viðhengi. Formaður sendi fyrirspurn á Kristján Steingrím formann myndlistarráðs um hvort myndlistarráð ætli að láta í sér heyra varðandi tillögur fjárlagandefndar um Myndlistarsjóð, Kristján Steingrímur svara að ráðið eigi fund með Mennta- og menningarmálaráðherra strax eftir helgi. Farið verður á fund til fjárlaganefndar með Bandalagi Íslenskra Listamamanna. Formaður og stjórn vann ályktun vegna frumvarps til fjárlaga. Hrafnhildi er falið að laga ályktunina og senda á stjórn SÍM. Ljóst er á frumvarpi til fjárlaga að styrkja á stofnanir og söfn en beinir verkefnasjóðir fá skerðingu. Þannig dregur stjórn SÍM þá ályktun að laun listamanna fyrir sýningarhald í safninu eigi að koma þar í gegn.

 

  1. IAA fundur í Osló 3.-5. Október – formaður gefur skýrslu.

Formaður sendir fundargerð, hún verður send stjórnar þegar að hún kemur. Ályktun IAA kemur og búið verður að skrifa undir hana áður en hún fer á fjölmiðla og ráðuneyti. Formaður biður stjórn um hugmyndir að nýjum málefnum sem hægt er að leggja til á næsta árfundi.

 

  1. Ráðstefnan You are in Control – Kristjana Rós kynnir – til umræðu og afgreiðslu.

Stjórn samþykkti að framlag SÍM til myndlistarmanna til að sækja ráðstefnuna væri 10.000 kr per

aðildarfélag innan SÍM.

  1. Önnur mál

4.1. Fundur STO: Það er fundurinn í STO í enda mánaðar vegna MU samningsins, stjórn fékk sendan spurningarlista sem Formaður SÍM svaraði fyrir hönd stjórnar.

4.2. Félagsfundur SÍM: Tillaga kom upp að opnum fundi, kalla eftir málefnum sem félagsmenn vilja ræða.

4.3. BHMR: Stjórnin leggur til að geyma umsókn um BHMR til næsta árs en afla upplýsinga.

4.4. BÍL: Tillaga um að hækka framlag SÍM til BÍL í kr. 450 á hvern félaga. Þetta er gert til að geta hækkað laun forseta BÍL. Samþykkt.

4.5.: Fundargerðir: Fundargerðir funda eftir sumarfrí verða sendar til samþykktar.

 

Næsti fundur stjórnar er ákveðin 20. nóvember 2013 kl 10:00.

Fundi slitið kl. 14:00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com