DSC 0338

Starfsáætlun 2011

Starfsáætlun SÍM fyrir 2011.

Stjórn SÍM mun vinna að sameiginlegum hagsmunamálum listamanna með því að fylgja áfram eftir þeim málefnum sem stjórnin forgangsraðaði á stefnumótandi fundi 22. júní 2010. Á árinu 2011 vill stjórn SÍM leggja áherslu á eftirtöld verkefni:

 1. Laun og réttindi.
  A. Laun.
  SÍM beiti sér fyrir að listamenn fái laun vegna sýninga í listasöfnum og sýningarsölum. Horfa beri þar til MU samnings sem KRO í Svíþjóð gerði við þarlend stjórnvöld. Þannig yrði greitt fyrir leigu á verkum vegna sýningarhalds, listamenn þæðu greiðslu vegna sýningarþáttöku og verktakalaun yrðu greidd vegna uppsetningu eigin verka.
 2. Samstarf við Myndstef. Samstarf skal haft við Myndstef í samningsgerð vegna greiðslu höfundarréttarlauna og aðstoða við að fylgja á eftir greiðslum til Myndstefs á fylgiréttargjaldi.
 3. Starfsumhverfi. Setja þarf nefndir í að vinna að bættu starfsumhverfi myndlistarmanna er varðar atvinnuleysibætur, lífeyrir og aukin listamannalaun. SÍM hefur verið í nánu samstarfi við BÍL um að bæta skattalegt umhverfi listamanna, en þar varð okkur ekki eins ágengt og lagt var upp með s.l. sumar. Þó hefur frítekjumark virðisauka hækkað úr hálfri í eina milljón.
 4. Sýnileiki myndlistar
  A. Dagur myndlistar.
  SÍM vinni áfram að því að gera dag myndlistar sem veglegastan og setji daginn þannig á kortið. Þetta árið þarf að huga að því að kynna hann betur fyrir almenningi og vinna áfram að því að virkja fleiri skóla og listamenn til samstarfsins.
 5. Fjölmiðlar. Í samstarfi við BÍL mun SÍM beyta sér áfram að því að þrýsta á RÚV um aukningu á menningartengdu efni í ríkisfjölmiðlunum.
 6. Innra starf SÍM.
  A. Skrifstofa SÍM. Innra starf SÍM hefur verið með ágætum og hefur skrifstofa félagsins klárað öll þau mál sem sett voru fram í stefnumótandi áætlun 2010. Þannig er ný heimasíða komin í loftið, SÍM er komið á Facebook, starfsmenn hússins (SÍM, KÍM og Myndstefs) funda reglulega á óformlegum hádegisverðarfundi. Gestavinnustofur hafa verið elfdar og ný stofnuð í Berlín. Á þessu ári þarf að klára drög að samningi sem listamenn geta stuðst við við gerð samninga við gallerí og listasöfn og setja niður siðareglur fyrir félagið.
 7. Gestavinnustofur SÍM. Kristjana Rós Guðjohnsen hefur verið ráðin í 60% starf til að sjá alfarið um gestavinnustofur SÍM hérlendis. Henni hefur verið falið að sjá um þau atriði á stefnumótandi áætlun sem lúta að vinnustofunum. Þannig hefur verið komið á samstarfi við aðrar gestavinnustofur á landinu og fundað með þeim. Unnið er að því að sýningarstjórar komi til landsins á vegum KÍM og gisti hjá SÍM. Hafið er verk við að tengja gestalistamenn við SÍM félaga með sameiginlegum kynningarfundi. Unnið verði áfram að tengingu milli erlendra og innlendra listamanna.
 8. Samstarf
 9. Samstarf við BÍL. Samstaf við BÍL hefur reynst heilladrjúgt á árinu enda starfsemi þess mjög kröftug nú undir stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Þannig hefur áætlun SÍM um samstarf við BÍL í skattamálum og lottómálum gengið eftir. Skattamálin hafa þegar verið reifuð, en af lottómálum er það að frétta að Hrafnhildur og Kolbrún fengu fund með innanríkirráðherra Ögmundi og var hann áhugasamur um að setja á stofn nefnd sem færi yfir þessi mál og liti til Norðurlandanna, Bretlands og Þýskalands í þeim efnum. Eins er áframhaldandi vinna í sambandi við kortlangningu skapandi greina ofarlega á lista.
 10. Alþjóðlegt samstarf. Unnið verði að því að styrkja samstarf við systrafélög SÍM á Norðurlöndum, þar sem hagsmunabarátta þeirra fer mjög saman við okkar. Eitt af markmiðum ársins 2010 var að SÍM stofnaði gestavinnustofur í Berlín og/eða Kaupmannahöfn. Nú er Berlín orðið að veruleika og er þá New York og Kaupmannahöfn næst á lista.
 11. Sýningarmöguleikar.
  Hér setti SÍM sér markmið um að endurskoða samning um Artótek og vinna að erlingu sýningarmöguleika félagsmanna m.s. með því að efla samstarf við Bryggen. Þessum málum er ekki lokið, en verða sett á dagskrá ef stjórn SÍM telur það mikilvægt.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com