ManudurMyndlistar Logo Katrin

Torg, listamessa í Reykjavík, óskar eftir þátttakendum

Okkur langar að vekja athygli þína á þessu verkefni sem Mánuður myndlistar 2018 stendur fyrir og hvetja ykkur jafnframt til að taka þátt:

Torg  – Listamessa í Reykjavík
Helgina 13. – 14. október á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum

Mánuður myndlistar heldur í fyrsta sinn í ár listamessu í Reykjavík, Torg!
Torgið fer fram á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum aðra helgina í október og stendur öllum meðlimum SÍM til boða að taka þátt í messunni.

 

Dagskrá Torgs, laugardag 13. október og sunnudag 14. október frá kl. 13 – 18 er sem hér segir:

  • Listmessa; sölu og kynningarvettvangur fyrir myndlistarmenn. 
  • Kynningar á réttindum og starfsumhverfi myndlistarmanna í höndum hagsmunasamtaka og aðildafélaga SÍM á starfsemi sinni.
  • Kaffisala á staðnum.

Upplýsingar fyrir þig: 
Torg er hugsað fyrir listamenn til þess að kynna myndlist sína og selja hana. Ætlunin er að veita áhugafólki um íslenska myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist í beinum samskiptum og samtali við myndlistarmanninn.

Fyrirhugað er að bjóða listamönnum að leigja þar til gerða sýningarbása, básarnir eru samansettir úr hvítum þiljum, hvert þil er 1 meter á breidd sinnum 2,30 metrar á hæð. Hvert þil kostar 2500 kr alla helgina, minnsti sölubásinn tekur fjögur þil en hægt er að stækka sölubásinn að vild með fleiri þiljum. 


Sölubásarnir eru hugsaðir fyrir einstaklinga eða hópa.


Ef þú telur þörf á mun SÍM bjóða upp á greiðslusamninga við kaup á listaverki sem gera kaupanda kleift að greiða listaverk upp með jöfnum mánaðargreiðslum og án vaxta í mest 36 mánuði, samningurinn má ekki vera gerður fyrir hærri upphæð en 500.000 kr. Með þessum hætti aukast möguleikar á viðskiptum milli listamanna og kaupanda.


Skráning: 
Til að skrá þig og panta sölubás smelltu á linkinn hér fyrir neðan,
skráningu lokar 6.október.

SKRÁÐU ÞIG MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR!

Þegar þú hefur skráð þig og tekið fram fjölda þilja í sölubás þá sendir
SÍM kröfu í heimabanka, greiðslunni verður að vera lokið 8.október.
 
Okkar bestu kveðjur með von um að þú hafir áhuga á þátttöku!
 
F.h. Mánaðar myndlistar 2018,
Katrín Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri Mánaðar myndlistar
Anna Eyjólfsdóttir, formaður SÍM
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com