1250

Málverkasýningin Anamnesis opnar í Norræna húsinu 1. mars

Verið velkomin á opnun málverkasýningarinnar
Anamnesis
eftir finnska listamanninn Aki Koskinen

Fimmtudagur 1. mars kl.17:00

Norræna húsið býður upp á léttar veitingar

Landslag, sérstaklega vetralandslag, hefur gengt mikilvægu hlutverki í málverki Aki Koskinen. Tré eru fastur þáttur í verkum hans enda hefur hann ætíð búið við þétt skógarsvæði, eins og hann sjálfur segir frá. Verk Aki endurspegla þau áhrif sem hann verður fyrir í löngum göngutúrum í náttúrunni, bæði úr nútíð og fortíð. Látlaus litasamsetning í myndum hans endurspeglar friðsæld mannlausra finnskra skóga að vetralagi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com