
Opnunar sýningar á verkum Kees Visser í Neskirkju
(english below)
Kees Visser
CRUX
18.febrúar— 29.apríl 2018
Neskirkja
Fórnarsögur og fjórtán krossar
Fyrirlestrar og samtal á lönguföstu í tilefni af sýningu Kees Visser, CRUX, á Torginu í Neskirkju
Í tengslum við myndlistarsýningu á fjórtán krossmyndum eftir Kees Visser verður efnt til dagskrár í Neskirkju. Tvö þriðjudagskvöld verða fluttar nokkrar af frásögnum Biblíunnar af fórnum og þær túlkaðar. Í útleggingu á þessum sögum verður leitað fanga í sálarfræði, réttarsögu og trúarbragðafræði auk guðfræðinnar. Þær eru þekkt minni í menningunni sem vísað er til á ótal stöðum í bókmenntum, myndlist, tónlist og á öðrum vettvangi. Dr. Skúli S. Ólafsson flytur erindin. Á föstudaginn langa verður svo, strax að lokinni andakt, samtal um Kees Visser og kross verk hans sem Dr. Halldór Björn Runólfsson leiðir.
Þriðjudagskvöldið 20. mars kl. 20-22:
- Kain og Abel: Fórnaði miklu og fékk ekki neitt.
- Ísak og Abraham: Eru engin takmörk fyrir því hverju má fórna?
- Auga fyrir auga: Fórnað fyrir friðinn.
Þriðjudagskvöldið 27. mars kl. 20-22:
- Frá Levjatan til jötunsins Ýmis: Fórnir í sköpunarsögum.
- Þetta er líkami minn: Síðasta kvöldmáltíðin.
- „Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Fórnin á Krossinum.
Föstudagurinn langi 30. mars kl. 12.30-13:30:
- Samtal um Kees Visser. Dr. Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur.