4f60a6e0 2c35 4a51 9eda Ce178bc4e86a

Jack Latham opnar sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur býður þér að vera við opnun ljósmyndasýningarinnar

Jack Latham –  Mál 214
16.9.2017 – 14.1.2018

laugardaginn 16. september kl. 15:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð.

Gísli Guðjónsson opnar sýninguna.

Léttar veitingar.

Reykjavík Museum of Photography invites you to the opening of the photo-exhibition

Jack Latham –  Sugar Paper Theories
16.9.2017 – 14.1.2018

Saturday 16 September  at 15.00 in the Reykjavík Museum of Photography, Grófarhús, Tryggvagata 15, top floor.

Gísli Guðjónsson opens the exhibition.

Refreshments.

Dagskrá
Sunnudagurinn 17. september kl. 14:00
Sýningarspjall með Jack Latham og Gísla Guðjónssyni.

Program
Sunday 17 September at 14:00
Exhibition talk with Jack Latham and Gísli Guðjónsson

©Jack Latham

 

Sýning um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, eitt stærsta og umdeildasta sakamál Íslandssögunnar.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt stærsta og umdeildasta sakamál  Íslandssögunnar. Breski ljósmyndarinn Jack Latham hefur beint linsunni að fólki og stöðum sem koma við sögu í margvíslegum frásögnum af því hvað varð um þá Guðmund og Geirfinn. Latham varði tíma með eftirlifandi sakborningum, uppljóstrurum, samsæriskenningasmiðum, sérfróðum álitsgjöfum og öðrum sem tengjast málinu.

Á sýningunni Mál 214 má segja að ljósmyndir Lathams ásamt efnivið úr upprunalegu lögreglurannsókninni gegni hlutverki bæði raunverulegra og ímyndaðra minninga. Gísli Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði og handhafi bresku orðunnar Commander of the British Empire (CBE), skrifar texta sýningarinnar. Sérfræðiálit hans og þróun hans á hugtakinu minnisvafaheilkenni (e. memory distrust syndrome) áttu þátt í lausn svonefndra Birmingham-sexmenninga og Guildford-fjórmenninga úr fangelsi í víðfrægum breskum sakamálum, auk þess sem hann hefur unnið að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á ýmsum stigum þess.

Jack Latham hlaut ljósmyndabókaverðlaunin Bar Tur Photobook Award árið 2015. Bók hans, Sugar Paper Theories, hefur að geyma sama efni og sýningin en bókin var gefin út sameiginlega af Here Press og The Photographers’ Gallery.

///

The exhibition Sugar Paper Theories is about Gudmundur and Geirfinnur case which is one of the biggest and most controversial murder investigations in Icelandic history.

The Gudmundur and Geirfinnur case is one of the biggest and most controversial murder investigations in Icelandic history. Jack Latham photographed the places and people that feature in various accounts of what happened to Gudmundur and Geirfinnur after they vanished. He spent time with the surviving suspects, as well as whistle blowers, conspiracy theorists, expert witnesses and bystanders to the case.

In Sugar Paper Theories, Latham’s photographs and material from the original police investigation files stand in for memories real and constructed. Professor Gisli Gudjónsson CBE, a forensic psychologist whose expert testimony and theory of memory distrust syndrome helped free the Birmingham Six and Guildford Four – and are now central to the Gudmundor and Geirfinnur inquiry – provides a written account of the case.

Jack Latham is the recipient of the Bar Tur Photobook Award 2015. The book is co-published by Here Press and The Photographers’ Gallery.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com