08238ecd 0d2f 498d 8bbc 74bb77f7f2dc

Innra, með og á milli í Gerðarsafni, “heilagir dansar” & listamannaspjall /Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer

Innra, með og á milli
Viðburðadagskrá á síðustu sýningarhelgi

Viðburðadagskrá verður haldin á síðustu sýningarhelgi Innra, með og á milli, 26.-27. ágúst, með “heilögum dönsum” í anda dulspekingsins George Gurdjieff og listamannaspjalli með Ragnheiði Gestsdóttur og Theresu Himmer.

Saga Sigurðardóttir, danshöfundir og dansari, mun leiða þátttökuviðburð í hreyfingum í anda Gurdjieff laugardaginn 26. ágúst kl. 15. Viðburðurinn er innblásinn af verki Theresu Himmer Arkitektónískar æfingar unnið í samstarfi við Sögu Sigurðardóttur þar sem hreyfingar Gurdjieff eru túlkaðir í samtali við arkitektúr Gerðarsafns. Verkið byggir á áhuga Gerður Helgadóttir (1928-1975) á dulspeki en hún sótti fyrirlestra um dulspekikenningar George Gurdjieff hjá dansaranum og kennaranum Madame de Salzmann en saman þróuðu þau “heilaga dansa” sem byggðust á hreyfingu eftir geómetrískri hrynjandi þar sem líkaminn verður að tengingu milli innri og ytri heims.

Eftir viðburðinn verður haldin gleðistund í Garðskálanum.

Listamannaspjall á síðasta sýningardegi
sunnudaginn 27. ágúst kl. 15

Á sunnudeginum 27. ágúst kl. 15 munu listamennirnir Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer leiða gesti um sýninguna og ræða verk sín.

Ragnheiður Gestsdóttir (f. 1975) er myndlistarmaður með bakgrunn í sjónrænni mannfræði. Í verkum sínum sem hún vinnur ýmist í vídeó, skúlptúr eða innsetningu varpar hún fram spurningum um vald, kerfi og tungumál. Hún spyr hver hafi aðgang að því að flokka og skrásetja veruleikann, út frá hvaða sjónarhorni það sé gert og hvaða tungumáli sé beitt.

Theresa Himmer (f. 1976) er danskur myndlistarmaður og arkitekt sem býr og starfar á Íslandi. Theresa kannar upplifanir og hugmyndir um staði, staðbundnar ímyndir og minningar í verkum sínum, hvort sem um er að ræða ljósmyndir, vídeó eða innsetningar í almenningsrýmum. Listrannsóknir hennar leitast við að varpa ljósi á eiginleg og óeiginleg rými og virkni þeirra með vísun í arkitektúr, poppmenningu og sálgreiningu.

Viðburðirnir er öllum opnir og aðgangseyrir á safnið gildir.

Gurdjieff Inspired Movements and Artist’s Talk

The ln, With and Between Us
Finissage programme

An event programme will be held on the last weekend of The In, With and Between Us, 26.-27. August.

Saga Sigurðardóttir, choreographer and dancer, will lead a participation event in Gurdjieff inspired movements on Saturday 26. August at 3 p.m. The event is in relation to Theresa Himmer’s artwork Architectural Procedures where Saga Sigurðardóttir interpreted Gurdjieff movements in relations to the architecture of Gerðarsafn. The work refers to the interest of Gerður Helgadóttir (1928-1975) in spiritualism. She sought lectures on Gurdjieff’s teachings in Paris and studied spiritual movements where “the body as the link between the inner and the outer world”.
Garðskálinn bistro will have a happy hour after the event.

On Sunday 27. August, artists Ragnheiður Gestsdóttir and Theresa Himmer will lead guests around the exhibition and discuss their work.

The programme is open to all and free with admission to the museum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com