Mynd 1694782

Opnað fyrir umsóknir styrkja Myndstefs

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki og ferða-og menntunarstyrki Myndstefs 2017.

Umsóknafrestur er til kl 14:00 föstudaginn 1. september.

Styrkveitingar sem og upphæðir styrkja eru ákveðnar af stjórn Myndstefs í samráði við löggiltan endurskoðanda hverju sinni.

Sérstök úthlutunarnefnd sér um afgreiðslu styrkbeiðna og ákvörðun styrkveitinga. Stjórn Myndstefs kýs þrjá fulltrúa í úthlutunarnefnd til tveggja ára í senn.

Fjármunir sem Myndstef úthlutar með þessum hætti eru hluti greiðslna til samtakanna vegna notkunar á vernduðum myndverkum en eitt af hlutverkum samtakanna er að koma þeim greiðslum til myndhöfundanna, meðal annars í formi styrkja.

  • Rétt til að sækja um verkefnastyrki hafa þeir myndhöfundar sem eru aðilar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar.
  • Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrk hafa þeir myndhöfundar sem hafa verið félagsmenn í Myndstefi í a.m.k. eitt ár.

Sérstök umsóknareyðublöð má finna hér fyrir neðan og eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna.

Þeir sem hlotið hafa styrk frá úthlutunarnefnd Myndstefs skulu gera skriflega grein fyrir ráðstöfun fjárins eigi síðar en einu ári eftir að styrkur  hefur verið ákveðinn og greiddur umsækjanda. Frekari styrkveitingar eru háðar því að styrkþegi geri grein fyrir ráðstöfun fyrri styrks og að honum hafi verið varið til verkefnisins í samræmi við upphaflegan tilgang. Eyðublöð fyrir skilagreinar má nálgast hér fyrir neðan.

Allar nánari upplýsingar gefa starfsfólk Myndstefs á opnunartíma skrifstofunnar milli kl: 10.00-14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef(hjá)myndstef.is

Umsóknir og eyðublöð

Hægt er að senda umsóknir inn rafrænt á netfangið myndstef.styrkir@gmail.com.

Einnig er hægt að skila útprentuðum umsóknum til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík.

Verkefnastyrkur – úthlutunarreglur

Sækja um verkefnastyrk Myndstefs

 

Ferða- og menntunarstyrkur – úthlutunarreglur

Sækja um ferða- og menntunarstyrk Myndstefs

 

Skilagrein vegna verkefnastyrks 

Skilagrein vegna ferða- og menntunarstyrks

Hér má sjá lista yfir þá myndhöfunda sem hlotið hafa styrki Myndstefs síðastliðin ár.

 

Mynd: Styrkþegar Myndstefs 2016.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com