PlakatÞessiminna1

‘Þessi’ – Sara Riel – opin til 25. júní

Þessi

Sara Riel

19. maí – 25. júní

Listamenn / Skúlagata 32

Föstudaginn 19. maí opnaði Sara Riel myndlistarsýninguna Þessi í Listamönnum, Skúlagötu.

Verkin á sýningunni eru gerð með blandaðri tækni og eru persónueinkennalaus portrett af fólki, af hugarástandi eða sammannlegri manngerð.

Kristín Ómarsdóttir skrifaði prósa meðfram verkunum og er hann gefinn út í tilefni af sýningunni.

Sara Riel hefur verið iðin við sýningahald hér heima og erlendis. Hún á fjölda veggverka í Reykjavík og víða um heim og hefur meðfram veggjalist fært sig í átt að notkun fleiri miðla og blandaðrar tækni með náttúruna, vísindi og tónlist sem sitt helsta stef. Á sýningunni Þessi notast hún í fyrsta sinn við manneskjuna sem viðfangsefni.

Sýningin Þessi stendur til 25. júní. Allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com