IMG 4198

Sigtryggur Berg sýnir í Gallery Port

Sigtryggur Berg Sigmarsson – En ég sé hlutina öðruvísi

Verið velkomin á einkasýningu Sigtryggs Berg Sigmarssonar í Gallery Port, Laugavegi 23b sem opnar klukkan 17
laugardaginn 11 mars.
Á sýningunni mun Sigtryggur sýna ný verk saman með úrval teikninga sem hann vann fyrir sýninguna Maar ik zie de dingen anders sem hann opnaði í Galerie Tatjana Pieters, Gent, Belgíu árið 2013.

En ég sé hlutina öðruvísi

– sagði hann

og teiknaði hljóðbylgjur í helli.

Ég er einn með lykilinn að þessari villtu skrúðgöngu
(Arthur Rimbaud)

Þennan dag fannst mér ég vera að leita að þessu dýri sem steinsvaf innra með mér, sem ég hafði næstum kæft til dauða. Við lágum í felum og fylgdumst með vatninu þar sem þau baða sig. Vonuðum að þau kæmu út úr fylgsnum sínum í hitastækjunni til að kæla sig. Við drukkum mikið og drógum flísar úr holdi.

Hér eiga þau heima. Þetta er þeirra griðastaður.

Hann gekk skáhalt yfir götuna, lagaði hliðartöskuna eins og hann væri að setja á sig beltið áður en hann héldi á dýpið. Sá hann hverfa fyrir hornið. Ég hélt áfram að horfa út á auða götuna. Trén umvöfðu sýn mína frá glugganum, krossarnir í kirkjugarðinum handan götunnar voru á sínum stað. Veröldin hafði aldrei verið jafn stillt þar til hljóð frá hringekju tæmdi lofthjúpinn.

Hringekjan snérist hraðar og hraðar. Svanir, hestar, hreindýr, gíraffar kannski. Sápa og gullvængur. Hér eiga þau heima. Þetta er þeirra griðastaður.

Ég er einn með lykilinn að þessari villtu skrúðgöngu

Soffía Bjarnadóttir

Upplýsingar um listamanninn:

http://www.trampolinegallery.com/#!wazig-zien/ajmsn

https://www.discogs.com/artist/66157-Sigtryggur-Berg-Sigmarsson

http://icelandicartcenter.is/people/artists/sigtryggur-berg-sigmarsson/

Viðtöl:

http://www.psychedelicbabymag.com/2016/11/sigtryggur-berg-sigmarsson.html

http://pitchfork.com/features/the-out-door/9607-the-abstract-math-of-experimental-duos/3/

http://icelandicartcenter.is/blog/interview-with-sigtryggur-berg-sigmarsson/

Sigtryggur Berg Sigmarsson

stilluppsteypa@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com