14523155 10154535596132432 8281416421843379013 N

Borgarbókasafnið í Grófinn: POP UP Comics Center

Myndasögur hafa hertekið Borgarbókasafnið í Grófinni! Á Reykjavíkurtorgi hefur nú risið POP UP Comics Center, á vegum hinnar rómuðu Myndasögumiðstöðvar í Oulu, Finnlandi. Góðir gestir frá Finnlandi, Danmörku og Noregi standa fyrir glæsilegri dagskrá dagana 5. – 8. október, með smiðjum, fyrirlestrum myndasögumaraþoni og síðast en ekki síst, skemmtilegri sýningu. Á sölubásnum er hægt að næla sér í rjúkandi ferskar og spennandi myndasögur og að sjálfsögðu rýkur líka úr kaffikönnunni. Dagskrána má kynna sér betur hér: http://bit.ly/2dRPbNd

Á föstudag, kl. 16, opnar svo sýning Þorra Hringssonar Kæj! Myndasögur í aldarfjórðung – sýningaropnun í myndasögudeildinni á annarri hæð. Sýning Þorra er hluti af Lestrarhátíð í Reykjavík og er yfirlitssýning af aldarfjórðungs ferli Þorra í myndasögugerð, en á sama tíma veltir hann fyrir sér tengslum orða og mynda og hvernig orð verður að mynd. Hugvekju hans um sama töfrasamband má lesa á vef Lestrarhátíðar, hér:http://bokmenntaborgin.is/lestrar…/pistlar-um-ord-og-myndir/

Allir myndasögunirðir hjartanlega og ævinlega velkomnir!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com