Ekkis

Berglind Ágústsdóttir í Ekkisens


Víðkunna fjöllistakonan Berglind Ágústsdóttir opnar einkasýninguna Dream Lover í Ekkisens þann 10. júní kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin í opnunarhófið.
Sýningin verður svo opin til 25. júní frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 16:00 – 18:00 nema annað verði tekið fram á viðburðasíðu.
Berglind hefur undanfarið gert tilraunir með skúlptúra sem unnir eru í gifs sem og gert myndbönd við tónlist af plötu sinni Just Dance. Hún mun sýna skúlptúra, teikningar og vídjóverk í Ekkisens jafnframt því að vinna ný verk á sýningartímanum og gera tilraunarútvarp.
Berglind (f.1975) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur sýnt víða hér á Íslandi og erlendis og staðið að listviðburðum, verið sýningarstjóri og starfað sem tónlistar og myndlistarkona sem hefur ávallt blandað miðlum saman og unnið mikið í samvinnu við aðra. Berglind hefur spilað víða um heim og gefið út plötur og kassettur. Hún vekur hvarvetna athygli enda fer ekkert á milli mála að list hennar er samofin framkomu hennar og atferli dags daglega. Líkt og í hversdagslífinu beitir hún í myndlist sinni litum, mynstri, leikföngum og ljósmyndum til að koma á framfæri því sem henni liggur á hjarta. Verkin eru ýmist gjörningar, myndbönd, tónlist eða innsetningar. Einnig skipurleggur hún tónlistar og list viðburði og gerir tilrauna útvarp.
Viðburðurinn á Facebook.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com