Umsóknarfrestur til að sækja um félagsaðild að Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík rennur út 20. apríl

Kæri myndlistarmaður
Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur til að sækja um félagsaðild að Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík rennur út 20. apríl næstkomandi.
Áhugasamir sendi upplýsingar á mhr@mhr.is

Inntökuskilyrði MHR

Umsækjandi skal uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum.

  1. Hafa lokið minnst 4ra ára námi frá viðurkenndum listaskóla, samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla.
  2. Að hafa starfað alvarlega að listsköpun í minnst 2 ára að námi loknu eða stundað framhaldsnám jafn lengi.
  3. Hafa tekið þátt í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum en að ofan greinir.
  4. Hafa haldið eina eða fleiri einkasýningar í viðurkenndum sýningarsölum eða viðurkenda sýningu á opnu svæði .
  5. Hafa verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi.
  6. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd
  7. Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun.
  8. Leggja má fram upplýsingar um aðra listræna starfssemi en um getur í ofangreindum liðum.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com