IMG 2686

Listasumar á Akureyri auglýsir eftir spennandi hugmyndum að verkefnum

Listasumar á Akureyri auglýsir eftir spennandi hugmyndum að verkefnum.

Það er fjölbreytt og skemmtilegt Listasumar framundan á Akureyri en það verður að þessu sinni sett helgina 15. – 17. júlí og nær hápunkti á Akureyrarvöku 26. – 27. ágúst.  Allar listgreinar og allur aldur á heima á Listasumri enda er markmiðið að fólk upplifi, skapi, skoði og njóti. Þeim sem hafa áhuga á að taka þá í Listasumri gefst kostur á að sækja um verkefnastyrk og eru í boði tveir 300 þúsund króna styrkir og fjórir 100 þúsund króna styrkir, auk þess sem hægt er að sækja um aðstöðu fyrir viðburði í Sal Myndlistafélagsins sem staðsettur er í Listagilinu.

Umsækjendur þurfa að skila verkefnalýsingu og upplýsingum um umsækjendur á netfangið listasumar@listak.is og er síðasti dagur til að sækja um miðvikudagurinn 27. apríl.

Listafólk og skipuleggjendur menningarviðburða á svæðinu eru einnig hvattir til að vera í sambandi við Listasumar á netfanginu listasumar@listak.is til að koma viðburðum á framfæri í kynningarmiðlum Listasumars.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com