10931171 1661908807378317 5845025091060283348 N

Hvar ertu listamaður? Viltu fara lengst útí rassgat í sumar?

Lengst útí rassgati er listahátíð sem ber yfirskriftina LÚR festival og okkur langar að fá þig til að taka þátt í hátíðinni 2016. Hátíðin fer fram 23-25. júní á norðanverðum Vestfjörðum nánar tiltekið í Ísafjarðarbæ.

Skipulagsnefnd LÚR leitar af hressum listamönnum til þess að vera með í að skapa þennan frábæra menningarviðburð, endilega skráðu þig!

Umsækjendur geta meðal annars verið tónlistarmenn, hljómsveitir, myndlistamenn, sviðslistamenn og jafnvel rithöfundur.

Hægt er að sækja um með tölvupósti á lurfestival@gmail.com með upplýsingum um þig/ykkur, heimasíða/facebook og sýnishorni af því sem þú ert að gera. Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. maí.

Um LÚR
LÚR eða Lengst Útí Rassgati er listahátíð ungs fólks á Ísafirði. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti sumarið 2014. Markmið hátíðarinnar er að vera vettvangur fyrir ungt fólk sem vill koma list sinni á framfæri og við viljum hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á öllum listasviðum á Vestfjörðum.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com