1240 Dsc6679

OPINN HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD – SIGRID SANDSTRÖM

SIGRID SANDSTRÖM

OPINN HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD

Myndlistarkonan og prófessor við Konunglega myndlistarháskólann í Stokkhólmi Sigrid Sandström er gestur myndlistardeildar LHÍ þessa vikuna. Hún heldur opinn hádegisfyrirlestur um verk sín á fimmtudag, 31. mars, kl 12.30 í fyrirlestrarsal deildarinnar að Laugarnesvegi 91.

Sigrid hefur sýnt verk sín víða á Norðurlöndum, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún lauk BA gráðu í myndlist frá Academie Minerva í Groningen, Hollandi og MFA gráðu í myndlist frá Yale háskóla í Bandaríkjunum. Sigrid hefur kennt við Bard háskóla í New York fylki sem og við Skowhegan sumarskólann. Stór safnasýning á verkum hennar var haldin í Frye safninu í Seattle árið 2004.

Frekari upplýsingar um Sigrid Sandström má finna á heimasíðunni; http://www.sigridsandstrom.com/

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Opnir fyrirlestrar í myndlistardeild

Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna.

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.

Sjá nánar um Sigrid Sandström og efni fyrirlestursins á ensku hér neðar.

________________________________

SIGRID SANDSTRÖM

OPEN LECTURE AT THE DEPARTMENT OF FINE ART

On Thursday the 31st of March at 12:30 pm an open lecture by Sigrid Sandström will be held at the Department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

Sigrid Sandström is a Stockholm based artist and a professor of Fine Arts at the Royal Institute of Art in Stockholm. She previously lived and worked in the USA where she taught at Bard College, Annandale-on-Hudson, NY; Massachusetts College of Art, Boston, and Glassell School of Art, Houston. In 2014 she was resident faculty at Skowhegan School of Painting and Sculpture.

Selected one-person exhibitions include Inman Gallery, Houston; Edward Thorp Gallery, New York; Anat Ebgi, Los Angeles as well Galleri Gunnar Olsson and Cecilia Hillström Gallery in Stockholm. In 2004, she had a major one-person exhibition at the Frye Art Museum in Seattle.

Further information on Sigrid Sandström can be found on her web page http://www.sigridsandstrom.com/

The Open Noon lectures at the IAA are free of charge and open to all.  The lecture by Sigrid Sandström will be held in English.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com