Untitled 13

Stefnumót #3 Eilíft samtal listaverka með Jóni Proppé

Stefnumót #3 Eilíft samtal listaverka með Jóni Proppé

Jón Proppé leiðir gesti um safneignarsýninguna Blint stefnumót næstkomandi sunnudag, 20. mars kl. 15. Jón mun ræða hvernig lesa má samhengi listaverka af ólíku tagi og hvernig myndlistaverk talast við þótt kynslóðir skilji að listamennina og stílhugmyndir þeirra. Landslagmyndir, abstraktverk og hugmyndalist eru, þegar betur er að gáð, áfangar á sömu leið, liðir í samfelldri könnun listamannanna á umhverfi okkar, menningu og skynjun.

Listaverk lifa undarlegu lífi. Þau verða til í átökum listamannsins við efni sitt og hugmyndir. Þau er sett á sýningu þar sem fólk kemur að skoða þau og það er jafnvel skrifað um þau í blöðin. Svo enda mörg þeirra á söfnum þar sem þau eru geymd með ótal öðrum verkum í dimmum geymslum.

Hvað gerist í geymslunni? Þegar við förum að skoða verkin sem hafa safnast upp í áratugi kemur ýmislegt undarlegt í ljós: Þau þroskast og breytast og mynda óvænt tengsl. Allt í einu virðist náið samband milli verka sem áður sýndust ólík. Abstraktverk reynist nauðalíkt gömlu landslagsmálverki. Konseptverkin fá gömul portrett til að hugsa og á móti eru konseptverkin orðin stolt af fagurfræðilegu yfirbragði sínu.

Jón veitir gestum frekari innsýn í verk sýningarinnar sem spanna heila öld í íslenskri listasögu. Margt kemur kannski kunngulega fyrir meðan annað er framandi en það áhugaverðasta eru tengingarnar sem myndast í áranna rás, heildarmyndin sem verður til og þróast stöfðugt í safninu: Blindu stefnumótin í listaverkegeymslunni.

Jón Proppé, listheimspekingur, hefur skrifað um myndlist og stýrt sýningum í næstum fjóra ártugi. Eftir hann liggja tugir bóka og sýningarskráa, auk ótal greina um íslenska og alþjóðlega myndlist. Jón er einn sýningarstjóra safneignarsýningarinnar Blint stefnumót.

Samhliða viðburðinum verður klippimyndasmiðjan í Stúdíói Gerðar opin fyrir áhugasama listamenn af yngstu kynslóðinni. Garðskálinn er opinn á neðri hæð safnsins og á matseðlinum eru brunch eggjabaka, súpa, smurbrauð og kökur.
___

AÐGANGSEYRIR ER 500 KR.
Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraða, öryrkja,
námsmenn og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com