Angelo Sturialle // Listhús Ófeigs Skólavörðustíg 5

Myndlistarsýning Ítalans Angelo Sturialle. Frá listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5.
Sýningar opnun laugadaginn 19. mars kl. 16:00 til 18:00 og stendur til 6. apríl.
……………………………………………….
Á fyrstu einkasýningu sinni á Íslandi mun ítalski listamaðurinn Angelo Sturiale will sýna stærsta og flóknasta myndverk sitt til þessa; litateikninguna “Poema Orizzontale”(Lárétt ljóð) og úrval svart hvitra teikningu unnin á síðustuum. Hann mun sömuleiðis myndverk sem fæddust nýverið í dvöl hans að listamiðstöðinni Kolstöðum í Borgarfirði undir áhrifum frá Íslandi; kölluð: “Huldufólk”.
………………………………………………
Angelo Sturiale er ítalskur fjöllistamaður. Eftir útskrift úr tónlist og hugvísindum hefur Sturiale ferðast víða og starfað í boði ýmissa stofnanna á borð við Rockefeller Foundation (BNA), Unesco-Aschberg (Frakkland), ítalska utanríksráðuneytið, Swedish Institute, Canon Foundation Japan, Pépinières Européennes (Frakkland), Zeitklang (Austurríki) í fjölda landa. Hann hefur verið gestatónskáld og listamaður hjá Trinity Laban Conservatory í London, Conservatory of music of Zaragoza (Spáni), Conservatorio de Las Rosas of Morelia (Mexíkó), Tokyo National University of Fine Arts and Music (Japan), Darmstadt Ferienkurse für Neue Musik (Germany), EMS Studios Stockholm (Svíþjóð), OMI Summer Residency, New York (BNA), Bellagio International Village (Ítalíu), Kolstaðir (Ísland). Hann er gestaprófessor í tónfræðum, tónsmíðum og spuna við Monterrey Institute of Technology and Higher Education (Mexíkó) þar sem hann hefur verið deildarstjóri tónlistarframleiðslu. Myndlist hans hefur verið sýnd á Ítalíu, Mexíkó og Bandaríkjunum. 2011 stofnaði hann Seibutsu Art Studio, vinnustofu sem snýr að listrænni vinnu og kynningu á nótnaskrift hans og grafískri vinnu. Árið 2014 gaf hann út „Tempeste di Te“ og 2016 kemur bókin „Catalogo d’Amore“, út eftir hann á Ítalíu. Í bók sinni yrkir Angelo um hinar margvíslegu, flóknu og dásamlegu myndbirtingar ástarinnar.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com