Mille Guldbeck

Mille Guldbeck // Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

Þriðjudaginn 15. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Mille Guldbeck síðasta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni My Fingers are My Eyes. Í fyrirlestrinum fjallar Mille um nýjustu verk sín sem hún hefur unnið í gestavinnustofu Gilfélagsins sem og ferlið í vinnu hennar með málverk og textíl. Mille vinnur og starfar í Bandaríkjunum og Danmörku og er prófessor í málaralist við Bowling Green State University, í Ohio í Bandaríkjunum.

Þetta er nítjándi og jafnframt síðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins en fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Fyrirlestrarnir hefja aftur göngu sína í september næstkomandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com