Untitled 1k

Sýningaropnun – Berglind Jóna Hlynsdóttir

Sýningaropnun – Berglind Jóna Hlynsdóttir: Class Divider
Fimmtudaginn 3. mars kl. 17 í D-sal Hafnarhússins

Hvernig búum við til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu?
Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979) opnar sýninguna Class Divider í D-sal Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur, fimmtudaginn 3. mars kl. 17.

Berglind Jóna spyr gjarnan spurninga er snúa að almenningsrýmum. Í borgarsamfélagi, þar sem umhverfið er manngert og hver staður er hannaður í einhverjum tilgangi, kannar Berglind umhverfið út frá sögu og væntingum sem samfélagið ber til þeirra. Í verkinu Class Divider fjallar Berglind um visst fyrirbæri sem er hannað í þeim tilgangi að aðgreina flugfarþega. Class divider, sem þýðir einfaldlega stétt-skipting, vekur upp spurningar um það hvernig við búum til tæki og kerfi til að flokka fólk eftir samfélagstöðu á hinum ýmsu stöðum.

Berglind Jóna hóf feril sinn sem ljósmyndari. Hún lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands 2006 og MA gráðu frá Valand School of Fine Arts í Svíþjóð árið 2010. Berglind Jóna hefur starfað sem myndlistarmaður á Íslandi, í Svíþjóð og í Brasilíu. Hún hefur unnið að stórum verkefnum í almenningsrýmum og tekið þátt í ótal alþjóðlegum samsýningum og samstarfsverkefnum, en þetta er fyrsta einkasýning hennar í opinberu safni.

Sýningaröðin í D-sal hófst árið 2007 með það að markmiði að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna í Listasafni Reykjavíkur og beina athygli að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Í D-sal eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins.

Opening – Berglind Jóna Hlynsdóttir: Class Divider

Thursday 3 March at 5 p.m. in Gallery D, Reykjavik Art Museum – Hafnarhús

How do we create systems and tools to divide people by social standing in different places?
Berglind Jóna Hlynsdóttir opens her first solo exhibition in a public museum, Class Divider, at Reykjavik Art Museum, Hafnarhús, Thursday 3 March at 5 p.m.

Berglind deals with various themes, which often involve questions regarding public spaces. In an urban society, where the surroundings are man-made and each thing is designed for a specific purpose, Berglind explores the environment, based on the history and expectations that society holds towards those things. In Class Divider, Berglind deals with a certain phenomenon, designed to separate passengers during air travel. Class Divider raises questions about how we create systems and tools to divide people by social standing in different places.

Berglind Jóna Hlynsdóttir (b. 1979) started her carrier as a photographer. She finished her BA degree from the Icelandic Academy of the Arts in 2006 and an MA degree from Valand School of Fine Arts in Sweden in 2010. Berglind Jóna has worked as a visual artist in Iceland, Sweden and Brazil. She has worked on extensive projects in the public space and participated in many international group exhibitions and collaborations. This is her first solo exhibition in a public museum.

Exhibitions in Gallery D at Hafnarhús focus primarily on artists who have not previously held one-person shows in Iceland’s major galleries. The objective of the exhibition series is to offer promising artists the chance to work on their own terms in a public gallery, and to draw the attention of museum visitors to new and interesting developments in the art world.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com