Opið fyrir umsóknir – Vinnslan #10

Kæru listamenn!
Næsta Vinnslan verður 9. apríl og verður héðan í frá árlegt festival allra listgreina!
Við viljum því bjóða ykkur að sækja um að sýna verk ykkar í Tjarnarbíó, í vinnslu eða fullbúin.

Vinnslan #10 verður sannkölluð listahátíð í Tjarnarbíó þann 9. apríl nk. þar sem við leggjum undir okkur allt Tjarnarbíó!! – Myndlist, tónlist, dans, gjörningar, sviðssetningar, hljóðlist, innsetningar, ljóðlist, vídeólist…

Verið velkomin að senda okkur umsókn á vinnslan@gmail.com. Umsóknarfrestur er 7. mars.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com