Astarsameindin Febrúarsýning

SÍM salur – sjö ungar listakonur takast á við ástina

Sjö ungar listakonur takast á við ástina

Myndlistarkonurnar Halla Birgisdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Björg Magnúsdóttir setja upp sýninguna Ástarsameindir í SÍM-salnum Hafnarstræti 16.

Við heyrum reglulega að ekki borgi sig að hengja sig í smáatriðum og því er þema sýningarinnar það stærsta sem hægt er að hugsa sér: ástin. Á móti kemur að við heyrum jafnreglulega að það séu smáatriðin sem skipta öllu máli í lífinu og því fjallar sýningin um hið smáa og sértæka í ástinni. Hljómar þetta ruglingslega? Komdu þá á sýninguna og öllum spurningum þínum verður svarað. Ástarsameindir stendur yfir 5.-19. febrúar og sýningarstjórar eru Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Steinunn Lilja Emilsdóttir.

Á opnuninni, sem er á Safnanótt 5.feb. frá kl. 19:00-22:00 verður gestum boðið uppá ástarkokteil og meðlæti og verða fluttir gjörningar og textar. Sýningin er opin alla virka daga á milli kl. 10:00-16:00 og stendur til 19. febrúar.

Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com