Untitled 4

Kristinn Már Pálmason “Svartur punktur”

Kristinn Már Pálmason

“Svartur punktur”

 Dead Gallery

23. January – 7. February

“Það nægir mér ekki að gera bara eitthvað, þetta eitthvað verður að vera eitthvað!”

Laugardaginn 23. Janúar opnar Kristinn Már Pálmason málverkasýningu er nefnist “Svartur punktur” í Dead Gallery, Laugarvegi 29. Þetta er tuttugasta einkasýning Kristins Más. Á sýningunni eru verk unnin með akríl og málningarsprautu á striga á tímabilinu 2014 – 2016.

Jacques Derrida heimspekingur afbyggingarinnar, árið 1967 (fæðingarári Kristins) segir að skriftir séu ekki einungis endurgerð af ræðu heldur skráning og fæðing hugsana um eðli og áhrif þekkingar.

Kristinn vinnur með myndmál sem inniheldur til jafns tákn og óhlutbundin form eða formleysur. Myndmálið einkennist  af sérkennilegum núningi rökhyggju og rökleysu. Táknið getur því öðlast abstrakt eiginleika á meðan formleysan gefur til kynna táknrænt innihald. Verk Kristins eru um leið einskonar dagbókarfærslur. Mismunandi nálgun í afar fjölbreyttum hugmyndaheimi og gerólíkum formútfærslum hefur kallað fram meðvitaða athugun listamannsins á eigin sálarástandi dag frá degi.

Táknfræði verkanna sem slík er sjálfstæður heimur í heildarmyndinni, þar kennir áhrifa samtímans sem og alkemíu og geometríu á víðum grundvelli.

Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 – 94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996 – 98 (MFA). Kristinn Már á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er t.a.m. annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís.

Dead Gallery, Laugarvegur 29 101 Reykjavík

Opnunartími: 13:00 til 18:00 alla daga vikunnar

________________________________

 

“It is not enough for me to do just something, that something must be something!”

On Saturday the 23. of January Kristinn Már Pálmason will open his exhibition titled “Black Spot” in Dead Gallery on Laugarvegur 29.  This is his twentieth solo exhibition. The paintings are made from 2014 – 2016, in acrylic and airbrush on canvas.

In 1967 (Kristinn´s year of birth) the deconstructionist philosopher Jacques Derrida aimed to show that writing is not simply a reproduction of speech, but that the way in which thoughts are recorded in writing, strongly affects the nature of knowledge.

Kristinn Már has in recent years been developing a semiotic language, consisting of abundance of images both in abstract and share significant forms ranging from archetypes, mythology, and strange analogues.

Obsession and deconstruction and deconstructing the obsession, the working process as such and the artist´s mental state in the act of creation, are ascending elements in his work.

Kristinn Már has become more aware of the “diary quality” in his language. How the diverse approach in methods from one day to the next is emerging in personal semiotics representing in away, his different state of mind and moods. This aspect of his working process is resulting in some sort of artistic self-psychoanalysis.

Kristinn Már Pálmason is born in Keflavík 1967. He studied at the Icelandic College of Art and crafts and is a MFA graduate from The Slade School of Fine Art, University College London, 1998. He has had numerous solo exhibitions and participated in group-exhibitions in Iceland and abroad. Kristinn Már has engaged in various art related projects and founding of galleries such as Anima (2006 – 08) and Kling & Bang (from 2002).

Dead Gallery, Laugarvegur 29 101 Reykjavík

Opening hours: 13:00 – 18:00 every day.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com