MUGGUR – TENGSLASJÓÐUR FYRIR MYNDLISTARMENN

MUGGUR – TENGSLASJÓÐUR FYRIR MYNDLISTARMENN

Auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn.

Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, SÍM og Myndstef stofnuðu árið 2004 og er SÍM umsjónaraðili sjóðsins.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.

Veittir eru styrkir til dvalar erlendis vegna:

  • Myndlistarsýningar
  • Vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
  • Annara myndlistarverkefna

____________________________________________________________________

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu

  1. mars – 31. ágúst 2016.

Úthlutað verður fyrir lok febrúar 2016.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði á heimasíðu SÍM https://sim.is/thjonusta/muggur/

Umsóknareyðublöð og skilyrði fyrir úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM https://sim.is/thjonusta/muggur/

Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@sim.is

og í síma 551 1346

Umsóknum skal skilað rafrænt til skrifstofu SÍM fyrir miðnætti 1. febrúar n.k.

Úthlutað verður fyrir lok febrúar 2016.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com