Frestur til að sækja um sýningarhald í SÍM salnum 2016 senn á enda.

Kæru félagsmenn,

Sím auglýsir eftir umsóknum frá félagsmönnum um að halda sýningu, kynningu á verkefni í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16. Tímabilið sem um ræður er mars – nóvember 2016.

Í SÍM eru yfir 700 meðlimir og gaman væri að sjá í salnum þverskurð af þeim fjölbreytta hópi sem félagið samanstendur af. Því viljum við hvetja unga sem aldna til að sækja um og með sem fjölbreyttustum verkefnum, t.d. sem stendur ekkert í vegi fyrir því að listamenn taki sig saman og skipuleggji samsýningu.

Áhugasamir eru hvattir til þess að senda inn tillögur að hámarki 1 bls. 3-5 myndir af verkum og ósk um sýningartíma. Umsóknir berist í tölvupósti til sim@sim.is en frestur er til 15. janúar 2016.

Að þessu sinni er ákveðið að prenta út eitt boðskort með öllum sýningunum sem ákveðnar verða allt árið 2016.
Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og munu svör berast 2-3 vikum eftir lok umsóknarfrests.

Skilyrði og annað hagnýtt vegna sýningar í SÍM salnum
– Salurinn er laus frá 1. hvers mánaðar og þar til sýning gestalistamanna SÍM er sett upp, en hún fer fram í lok hvers mánaðar. Tímabilið sem um er að ræða er því ca. 3 vikur.

– Listamenn sjá um allan kostnað við sýningu en SÍM leggur út salinn og yfirsetu á skrifstofutíma, alla virka daga frá kl. 10-16. Ekki er hægt að hafa opið á kvöldin eða um helgar.

– Listamenn þurfa að setja upp sýningu á skrifstofutíma

– Listamenn sjá alfarið um upphengi og frágang salar.

– Listamenn sjá um að útvega tækjabúnað, en SÍM á skjávarpa sem hægt að er að leigja. Einnig er til dvd-spilari og hátalarar sem lánaðir eru án endurgjalds.
– Einnig er hægt að fá lánaða stöpla hjá SÍM.

– Listamenn útbúa eigið kynningarefni og sjá um að bjóða á sýninguna, en SÍM sendir það kynningarefni út sem fréttatilkynningu á fjölmiðla og til félagsmanna og auglýsir sýninguna á Facebook.

– Ef áhugi er á að hafa opnun í tengslum við sýninguna bera listamenn kostnað af henni.

– Mikilvægt er að skilja við salinn í góðu ásigkomulagi. Allar skemmdir á sal vegna óhappa sem verður af völdum verka, upphengi eða annars ber listamönnum að laga

 

salur hafnarstræti mældur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com