Untitled 4

Sýningin Óvera í Hverfisgalleríi

Verið velkomin á opnun laugardaginn 16. janúar kl 16:00 – 18:00.

(English below)

Með verkum sínum hefur Sigga Björg skapað heim sem einkennist oft af andstæðum, húmor og fáránleika þar sem mis-frýnilegir karakterar eru í aðalhlutverki. Hún vinnur yfirleitt aldrei eftir fyrirfram ákveðinni hugmynd heldur er vinnuferlið eins konar flæði. Karakterarnir standa fyrir ákveðið hugarástand – tilfinningu eða aðstæður. Þessar verur, eða óverur, tjá allan skalann af mannlegum tilfinningum og mannlegu eðli og hefur sköpun þeirra verið listakonunni sem tungumál eða dagbók.

Þegar Sigga Björg vinnur er líkt og sköpunarkrafturinn komi beina leið frá undirmeðvitundinni. Efnið er óritskoðað og allt er látið flakka án þess að hún hugsi of mikið út í það – Það má oft finna karakterana í einkennilegum gjörðum og aðstæðum þar sem raunveruleikinn er fjarri góðu gamni. Vinnuferlið er andstætt þeim hætti sem flestir tjá sig eða haga sér. Venjulega er fólk meðvitað um það sem það segir og gerir og ritskoðar allt áður en það tjáir sig, en það sem kemur ekki fram í orðum eða gjörðum hefur Sigga Björg gert að viðfangsefni sínu.

Sýningin Óvera í Hverfisgalleríi samanstendur af stórum svarthvítum teikningum af einum eða fleiri karakterum. Sigga Björg tekur nýtt skref í þessari sýningu; með hverri mynd fylgir sögubrot sem gefur áhorfandanum dýpri sýn inn í myndheim hennar. Textinn og myndin vitna í hvort annað án þess þó að annað sé endanleg útskýring eða hitt myndskreyting.

Sigga Björg Sigurðardóttir (f. 1977) býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og stundaði framhaldsnám í Glasgow School of Art þar sem hún útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist árið 2004. Sigga Björg hefur haldið einkasýningar  á Íslandi og beggja vegna Atlantshafsins ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga í galleríum og á söfnum. Haustið 2016 verður Sigga Björg með einkasýningu í Teckningsmuseet í Laholm í Svíþjóð.

www.siggabjorg.net

www.hverfisgalleri.is

Sýningin stendur út  20. febrúar.

//

Welcome to a vernissage Saturday January 16th at 4 pm – 6 pm.

In her work, Sigga Björg creates a world distinguished by contrasts, humor and absurdity, where various macabre characters play a central role. She usually does not work after a previously conceived idea – instead, her work process consists of a natural flow. The characters stand for a certain state of mind – a feeling or a situation. These beings, or unbeings, represent the whole spectrum of human emotions and human nature, and for the artist the creation of them has served as a language or a diary.

When Sigga Björg works, it is as if her creativity comes from deep within her subconscious. The content is uncensored and everything is let out without a filter; the characters are often performing strange actions or are stuck in peculiar situations where reality is off duty. Her work process is contrary to the way most people express themselves or behave. People are usually aware of what they say and do and censor everything before expressing themselves, but what is not expressed in thoughts and actions is what Sigga Björg has made her subject.

The exhibition Unbeing at Hverfisgalleri is composed of large black and white drawings of one or more characters. Sigga Björg takes a new step in this exhibition; every image is accompanied by a part of a story, giving the audience a deeper insight into the artist’s imagery. The text and the image compliment each other without the text being a complete explanation or the image being a rendition of the text.

Sigga Björg Sigurðardóttir (b. 1977) lives and works in Reykjavik. She obtained a B.A. degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2001 and in 2004 she graduated from the Glasgow School of Arts with an M.F.A. She has held solo exhibitions in Iceland and internationally as well as participated in numerous group exhibitions in galleries and museums. In fall 2016 there will be a solo exhibition of her works at the Teckningsmuseet in Laholm, Sweden.

www.siggabjorg.net

www.hverfisgalleri.is

Runs through February 20th

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com