þá, þegar

Þorgerður Ólafsdóttir opnar einkasýningu sína í Harbinger

Laugardaginn næstkomandi, 16. janúar, kl 17, opnar Þorgerður Ólafsdóttir einkasýningu sína “þá, þegar”  í sýningarýminu Harbinger.
Á sýningunni getur að líta innsetningu sem samanstendur af arkífu Þorgerðar af fjöldamörgum plasthlutum sem fundist hafa í jörðu víðsvegar um landið. Plastið er í vörslu Þjóðminjasafnsins en á undanförnum árum hafa plasthlutir öðlast aukinn sess í gripasafni þess, þó um núminjar sé að ræða. Frá síðasta vetri hefur Þorgerður skoðað og ljósmyndað megnið af plastmunum safnsins.
Sýningin á upphaf sitt í vinnuferð á vegum Fornleifastofnunar Íslands, þar sem Þorgerði var boðið að fylgjast með og aðstoða við skráningu muna sem fundust í Mývatnssveit sumarið 2014. Rauður plastbútur sem fannst í efsta lagi öskuhaugs við Helluvað vakti mikinn áhuga listamannsins og leiddi til samstarfsins við rannsóknarsvið Þjóðminjasafnsins. Plastbúturinn var skráður og mun að lokinni rannsókn við Helluvað, verða varðveittur í Þjóðminjasafninu.
Samkvæmt þumalputtareglu fornleifafræði teljast hlutir ekki til fornminja nema að þeir séu 100 ára eða eldri. Í uppgreftri þurfa fornleifafræðingar samt sem áður að taka tillit til alls þess sem finnst á hverju rannsökuðu svæði. Það verður sífellt erfiðara að vísa þeim hlutum strax frá sem sorpi, þó svo mörgu sé vissulega hent og mikið deilt um hverju skal halda eftir. Fornleifafræðingurinn hefur því mikið vald og ákvarðanir hans móta óhjákvæmilega söguna.
Þorgerður vann rannsóknarvinnu sýningarinnar í samstarfi við Þjóðminjasafnið og tók að sér að ljósmynda plastgripi úr safneigninni og þar með ljúka skráningu munana svo hægt væri að hafa þá sýnilega í gagnagrunni safnsins – sarpur.is. Þessar minjar, sem eru nálægt samtímanum og eru oft taldar rusl, eru því orðnar aðgengilegar sem partur af hlutasögu okkar. Plast er hrein iðnaðarafurð sem brotnar afar hægt niður í náttúrunni og agnir þess dreifast um heiminn með vatni, lífverum og eftir öðrum leiðum. Ört vaxandi hlutfall plasts í umhverfi okkar ásamt þeirri staðreynda að plast er (næstum) orðið gjaldgengt sem fornminjar, krefur okkur um að taka afstöðu til þess hvar beri að draga línu; hvenær söfnun hefst og hvenær hennir lýkur. Hvenær ber að safna?
Harbinger er opið fimmtudaga – laugardaga milli kl. 14 – 17 og eftir samkomulagi.
Sýningin stendur til 14. febrúar.
Sýningastjóri er Bjarki Bragason, ljósmyndun við gerð verka var unnin af Vigfúsi Birgissyni. Sýningin hlaut styrk frá Myndstef. Hægt er að nálgast frekari upplýsinga um plastmunina / núminjarnar á sarpur.is
bio
Þorgerður Ólafsdóttir (1985) lauk meistaranámi í myndlist frá Glasgow School of Art vorið 2013 og útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Þorgerður hefur sýnt verk sín á Íslandi, Bretlandi og Norðurlöndunum. Í verkum sínum veltir Þorgerður fyrir sér spurningum um tíma og staði. Hún hefur áhuga á kerfum og táknum sem notuð eru til þess að lýsa og koma skikkan á náttúruleg fyrirbæri. Í nýjum verkum veltir hún upp spurningum varðandi tímann gegnum fornleifafræði og hvernig má setja saman frásagnir úr brotakenndum hlutum. Þorgerður er formaður Nýlistasafnsins og hefur á undanförnum árum staðið fyrir verkefnum á borð við Sequences myndlistarhátíð og Staðir/Places á vestfjörðum.
Nýleg verkefni og sýningar Þorgerðar eru Predictions, Demon’s Mouth gallery (sóló), Ósló, Noregi. Ákall í Listasafni Árnesinga. Words Don’t Come Easy, útgáfa í umsjón FUMF. Strangers and Sightseers, útilistaverk við Verksmiðjuna á Hjalteyri. Cherish the Moment, Catalyst Arts, Belfast, Írland. Funtitled Sound of Mu, Ósló. Wish You Were Here, salur Myndlistarfélagsins, Akureyri. Án Áfangastaðar, Listasafn Reykjavíkur. The End of it All, Joshua Baskin Gallery, Glasgow og Eitthvað í þá áttina, Listasafn Reykjanesbæjar.
ENGLISH
This coming Saturday, 16ht of January at 5pm, Þorgerður ólafsdóttir will open her soloshow then, whnen at Harbinger Project Space. For further details please contact Þorgerður (691 6552).
then, when presents an installation composed of the artist’s archive of excavated plastic remains preserved in the National Museum of Iceland. The plastic objects, found in topsoil across the country, have gained increased importance in the museum’s collection, despite being contemporary artifacts or ‘now remains’ as Þorgerður refers to them. During last winter the artist documented the majority of the plastic remains in the museum’s storage, housed in Vesturvör.
In the summer of 2014, Þorgerður was invited to observe and assist the registration of artifacts found in Mývatnssveit during an excavation and expedition by the Archeological Institution of Iceland. A piece of red plastic, found in the topsoil of a garbage (ash) heap by Helluvað, was of interest to the artist and led to collaborating with the research department at the National Museum. The piece of plastic was registered and documented, and will be preserved in the National Museum when the Helluvað-study is completed.
According to one of the basic principles of archeology, an object cannot be considered an artefact, unless it is at least a 100 years old. However, during an excavation, archeologists need to consider anything that is found on site. Recently it has become increasingly difficult to eliminate plastic objects found in the topsoil during excavation and to dismiss them simply as garbage, even though most of them will be discarded. The archeologist has great power as a result, with his/her decisions inevitably shaping history.
As part of her research Þorgerður collaborated with The National Museum by photographing plastic objects, and giving them a visual presence in the museum’s registry. Contemporary artefacts, which might often be considered garbage, are now accessible as a part of our archeological record.
Plastic is a purely industrial product which decomposes very slowly in nature, and its particles are spread around the world via water, living beings and other cycles. The amount of plastic in our surroundings, and the fact that it may now be considered as artefacts, fuels questions regarding collections; where they begin and end. When should we archive?
Harbinger is open Thursday  – Friday between 2pm  – 5pm and by appointment.
The exhibition stands until February 14th.
then, when is curated by Bjarki Bragason and the photography was done in collaboration with Vigfús Birgisson. The exhibition is supported by Myndstef. More information about the plastic artefacts / now remains can be found on sarpur.is
Bio
Þorgerður Ólafsdóttir (1985) graduated with a Master of Fine Art from the Glasgow School of Art in the spring 2013, after receiving her Bachelor of Fine Art from the Iceland Academy of Arts in 2009. Þorgerður has exhibited works in Iceland, the UK and Scandinavia. Her practice is concerned with ideas and definitions of time, place and the field of systems we use to understand the natural world. She is interested in archaeology and how fragmented narratives can be constructed from collected history and objects. Þorgerður is the Director of the Living Art Museum and co-curator of Staðir / Places in the westfjords of Iceland. She was co-director of Sequences Art Festival in 2011 and is on the editorial board of the publication Words Don’t Come Easy.
Recent exhibitions and projects include Predictions, Demon’s Mouth gallery (solo) Oslo, Norway. Ákall / Challenge, LÁ Art Museum. Words Don’t Come Easy, published by FUMF. Strangers and Sightseers, The Factory in Hjalteyri. Cherish the Moment, Catalyst Arts, Belfast. Sound of Mu, Oslo. Galtarviti, Lighthouse Residency. The End of it All, Joshua Baskin Gallery, Glasgow. Without Destination, Reykjavik Art Museum and Somewhere Along Those Lines, Reykjanes Art Museum, Iceland.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com