Trúðurinn.net

Kristján Jónsson sýnir málverk í Gallerí Gróttu.

Kristján Jónsson sýnir málverk í Gallerí Gróttu.
Á sýningunni eru ný verk eftir Kristján, meðal annars perónulegt sjónarhorn hans á landslagi og nokkur portrett þar sem listamaðurinn tekur fyrir goðsögulegar hetjur og teiknimyndafígúrur. Um er að ræða 15. einkasýningu Kristjáns en hann á einnig að baki nokkrar samsýningar og á verk í eigu safn, einka- og opinbera aðila hér á landi og erlendis. Kristján nam málaralist í Escola Massana í Barcelona og hefur starfað að list sinni í rúm 20 ár. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 10 desember kl. 17. Laugardaginn 12. des verður listamaðurinn í gallerínu frá 14-17 og tekur á móti gestum. Sýningin er annars opin virka daga frá 10-19 nema föstudaga 10-17 og henni lýkur 8. janúar.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com