Screenshot 2015 10 12 10.22.07

Ninný – Jónína Magnúsdóttir hlýtur verðlaun í málverkasamkeppni í Bandaríkjunum American Art Awards.

Myndlistarkonan Ninný-Jónína Magnúsdóttir var í öðru og þriðja sæti í málverkasamkeppni í Bandaríkjunum American Art Awards í flokknum Impressionism-Human.
25 bestu gallerí Bandaríkjana kjósa um verkin en listamenn frá 35 löndum sendu inn verk.  
 
Ninný útskrifaðist frá Myndlista-og handíðaskóla Íslands en hefur auk þess sótt sér menntun í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Danmörku, Ítalíu, Bandaríkjunum, Spáni og víðar.  Ninný kenndi mynd og handmennt til margra ára en undanfarin 18 ár hefur hún eingöngu starfað við sína listsköpun og er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum.  Ninný hefur verið virk í félagsmálum myndlistarmanna og var formaður og gjaldkeri KorpArt hópsins til nokkurra ára.  Nú situr hún í stjórn Norræna Vatnslitafélagsins sem fulltrúi Íslands og hefur séð um ýmsa viðburði á þeirra vegum.  
 
Ninný hefur haldið 21 einkasýningu og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.  Nánar má sjá um Ninný á heimasíðu hennar www.ninny.is
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com