Föstudaginn 12. júní opnaði sýningin Consul‘Art í Maison d´Artisanat í Marseille

 

COURANT-1024x701

Ólöf Björk Bragadóttir – Straumar

 

 

Consul’Art

12. júní – 18. júlí 2015

 

Föstudaginn 12. júní opnaði sýningin Consul‘Art í Maison d´Artisanat í Marseille.

 

Fulltrúar Íslands eru Ólöf Björk Bragadóttir, myndlistarmaður með verkið Straumar og Anna Gunnarsdóttir, hönnuður með verk sitt Norðurljós.

 

Á síðustu árum hefur Marseille tekið sér fyrir hendur að vera lykilreitur á hinu alþjóðlega skákborði. Til dæmis með því að vefa saman ‎ýmsar flækjur margra þjóða í gegnum vissar einkennisborgir þeirra.

 

Í þeim tilgangi og til upplýsingar um það alþjóðlega flæði sem á sér stað í Marseille, stendur Maison de l‘Artisanat og Métiers d‘Art fyrir því að sameina í þriðja sinn þá menningarhópa sem tengjast borginni í gegnum sendiráð hverrar þjóðar, fyrir sý‎ningunni Consul‘Art. Þar kynna samtals listamenn frá 71 landi listaverk og handverk.

 

Náttúruöflin eru ein helsta uppspretta hugmynda í verkum Ólafar Bjarkar. Hin sífellda hreyfing og umbreyting sem á sér stað í náttúrunni eru þeir meginþættir sem liggja til grundvallar verka hennar. Hún hefur unnið með ólíka miðla í myndlist sinni til þessa en þó aðallega með málverkið, oftast á óhlutbundinn hátt með blandaðri tækni á pappír eða striga.

 

Þann 19. júní 2015 klukkan 16:00 opnar borgarsjóri Marseille, Jean-Claude GAUDIN, sý‎ninguna með formlegum hætti.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com