Kristinn Már Pálmason “Eyefume” – Gallerí Bakarí 25.april-4.maí

 

eyefume II_kristinn mp

Kristinn Már Pálmason

“Eyefume”

Gallerí Bakarí

25.april-4.maí

 

Á laugardaginn 25. apríl opnar  Kristinn Már Pálmason sýningu sína “Eyefume” í Gallerí Bakarí á Skólavörðustíg 40. Sýningin stendur til 11. maí. Á sýningunni eru ný málverk á striga unnin í akríl og blek með blandaðri tækni.

 

Kristinn Már hefur undanfarin ár unnið að þróun táknfræðilegs myndmáls sem einkennist af ofgnótt hlutverulegra sem abstrakt ímynda, annarlegum hliðstæðum, erkitýpum og dulhyggju svo eitthvað sé nefnt.

Árátta, afbygging og afbygging áráttunnar eru áberandi þættir í ferlinu, vinnuferlið sem slíkt og sálarástand listamannsins við sköpunina.

 

“Ég sé orðinn meðvitaðri um dagbókargildi verkanna, þ.e.a.s. hvernig mismunandi nálgun við verkið dag frá degi skilar sér í ólíkum aðferðum. Formin eða hvað það er sem ég geri einn daginn verður persónulegt tákn fyrir ákveðið skapferli. Þessi þáttur myndmálsins er stígandi og vísir að einskonar listrænni sjálfs sálgreiningu.”

 

Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 – 94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996 – 98 (MFA). Kristinn Már á að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er t.a.m. annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com