Sól jpeg_maría dalberg  María Dalberg_ljósmynd

 

Fyrsta opnunin í sýningarröð meistaranema í myndlist á vormisseri 2015 verður í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar á morgun, föstudag, 30. janúar kl 15. Um er að ræða vídeóverkið Flökt eftir Maríu Dalberg.  

 

María Dalberg er nemandi á fyrra ári meistaranámsbrautar í myndlist og er sýningarverkefnið hluti af námi hennar nú á vormisseri. Sýningarröðin Kveikjuþræðir er unnin í samstarfi við meistaranámsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Samstarfið hefur gefið af sér samræður milli þessara tveggja nemendahópa og skrif listfræðinema í tengslum við sýningarnar. Að þessu sinni eru það Vigdís Rún Jónsdóttir sem er höfundar efnis sem gefið er út í tengslum við sýningu Maríu.

 

María Dalberg (f. 1983) finnur rannsóknum sínum á flökti hugans framsetningarform í vídeóverkum. Flöktið á milli ímyndunar og raunveruleika, minninga og náttúru, eigin tilfinninga og annarra. Andstæða flöktsins er taktlaus óreiða. Óreiða sem skapast þegar fyrrgreindar tengingar rofna.  Þetta flökkt á milli innri og ytri upplifana er taktur hugans.

 

„Hugurinn er í stöðugu sambandi við ytri heim og innri veruleika. Flökt er afrakstur rannsóknar þar sem ég kanna í gegnum vídeómiðilinn víxlverkun manns og umhverfis, minninga og náttúru.“

 

María útskrifaðist með BA próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og stundar nú MA nám við sömu deild. Í millitíðinni stundaði hún einnig nám við listfræði- og sagnfræðideild Háskóla Íslands. Allt frá árinu 2008 hefur María verið virk í sýningarhaldi víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Þar má nefna sýndi hún á sýningu í Bergens Kunsthall og í Photogalleriet í Oslo árið 2008, Festival of Independens í New York 2010, 56th International filmfestival Oberhausen árið 2010, Alt_Cph 09 ( Artfair in Copenhagen), Safnanótt í Hafnaborg (2012) 4:3 Listasafn Reykjavíkur (2012) Super Nova, Gallery Suvi Lethinen í Berlín og á Sýningu hinna glötuðu verka á vegum Nýlistasafnsins (2014).

 

Sýningin er opin 30. janúar – 6. febrúar frá kl. 13:00-16:00. Kubburinn er í húsnæði myndlistardeildar LHÍ að Laugarnesvegi 91.

 

KVEIKJUÞRÆÐIR 2015

 

Meistaranemar á fyrra ári í myndlist við Listaháskóla Íslands halda röð einkasýninga á vormisseri 2014. Sýningarnar eru af ólíkum toga en eiga það sammerkt að vera eins konar kveikjuþræðir og nánari útfærslur af hugmyndum og vinnuferli nemenda fram til þessa. Þrír skiptinemar sækja meistaranám við myndlistardeild þetta misserið og taka þátt í sýningarverkefninu. Verkefnið er unnið í samstarfi við MA nemendur í listfræði við Háskóla Íslands.

 

Dagskrá Kveikjuþráða má finna hér

 

 

The first opening in the Sparkplugs exhibition series of the MA fine art programme this spring semester of 2015 will be tomorrow, Friday January 30th, at 15 pm in Kubbur, exhibition space at the premises of the department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

 

María Dalberg is a first year student of IAA´s MA fine art programme.  Her work, entitled Fluctuation, is a video installation based on a research of the constant fluctuations of the mind between perceptions of the outer reality and inner reflections thereof.

 

The Sparkplugs exhibition series are a collaboration of first year students in the MA fine art programme at IAA, and the MA art theory programme at the UI. The exhibition is supported by a dialogue between the artist and the art theory student Vigdís Rún Jónsdóttir, author of a text published for the occasion. There, Vigdís states: When we lose touch with the surface that separates the inside from the outside, it leads to distortions in perception and our connection to the environment. We turn from our knowledge of what is truly beneath the surface and instead we see the surface as a direct medium of expression of that which is within.

 

The exhibition will be open from January 30th – February 6th, between 13 pm – 16 pm.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com