Guðmundur Thoroddsen opnar sýninguna “Á heimavelli” í Týsgallerí 8. janúar kl 17.

01
Guðmundur Thoroddsen opnar sýninguna “Á heimavelli” í Týsgallerí 8. janúar kl 17. Sýningin stendur til 31. janúar.

Í sýningunni “Á heimavelli” má sjá ný verk þar sem Guðmundur heldur áfram að kanna nútíma karlmennsku. Guðmundur hefur getið sér gott orð bæði hér heima sem og erlendis fyrir myndlist sína en karlmennskan er honum hugleikið viðfangsefni. Karlmenn og hversdagsleikinn birtast í verkum hans þar við sjáum karlmennina etja kappi við hvorn annan í körfubolta heima fyrir. Myndirnar vinnur Guðmundur með blandaðri tækni meðal annars vatnslit og blýant. Á sýningunni má einnig finna skúlptúra eftir Guðmund, svo kallað verðlaunagripi sem benda á sífelda þörf mannsins til að verðlauna sig fyrir afrekin sín.

Guðmundur Thoroddsen (f. 1980) lauk BFA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og stundaði nám í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í School of Visual Arts í New York og útskrifaðist þaðan með MFA gráðu í myndlist árið 2011. Hann hefur haldið einkasýningar bæði hér á landi og í New York og einnig verið hluti af samsýningum á báðum stöðum. Síðasta einkasýning hans bar nafnið Father´s Father og fór fram í Asya Geisberg Gallery í New York í janúar á þessu ári og fékk hún lof gagnrýnenda.

TÝSgallerí.ehf
Týsgata 3, 101 Rvk
Sími/tel: +354-571 0380
tysgalleri.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com