29. Listahátíð í Reykjavík / 29th Reykjavík Arts Festival

No. 29, 2015 Listahátíð í Reykjavík

FYRRI HLUTI 

29. Listahátíð í Reykjavík

Click here for english version
29. Listahátíð í Reykjavík verður haldin undir yfirskriftinni
 FYRRI HLUTI dagana 13. maí – 7. júní. Áhersla hátíðarinnar er á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Þessum áherslum verður haldið áfram á næsta ári þegar Listahátíð verður haldin undir yfirskriftinni SÍÐARI HLUTI. Tuttugu og tveir viðburðir af viðamikilli dagskrá vorsins hafa nú verið kynntir og fleiri bíða kynningar í næstu viku.

Hátíðin hefst með opnunarverki bandaríska dansflokksins BANDALOOP undir stjórn Ameliu Rudolph sem hefur leitt flokkinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu orðsins, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar heiminn: BANDALOOP sérhæfir sig í lóðréttum dansi og bakgrunnur listræns stjórnanda hans er ekki einungis í dansi heldur í klettaklifri líka.

Nýtt verk eftir Guerrilla Girls, unnið sérstaklega að beiðni Listahátíðar, verður afhjúpað í miðborginni á opnunardegi hátíðarinnar. Guerrilla Girls hafa áratugum saman barist fyrir jafnrétti í listheiminum og beitt fyrir sig húmor og honum beita þær líka í þessu nýja verki þar sem þær beina sjónum sínum að íslenskum aðstæðum.

Guerrilla Girls, sem bera górillugrímur (vegna orðaruglings snemma á ferli þeirra) eru forsíðuefni Listahátíðar þetta árið; samnefnari fyrir fókus hátíðarinnar á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Þessi áhersla kallast á við bylgjur sem eru að rísa víða um heim, eins og Free the nipple hreyfingin og barátta Pussy Riot eru dæmi um.

Á næstunni verða fleiri viðburðir kynntir. Hér er hægt að kynna sér dagskrána sem þegar hefur verið kynnt.

Kynntar voru aðgerðir sem í undirbúningi eru, til að gera vefsíðu, viðburði og sýningar hátíðarinnar aðgengilegar öllum notendum, sem og Vinakort Listahátíðar sem veitir afslátt af viðburðum í miðasölu.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

PART I

29th Reykjavík Arts Festival

The focus points of the 29th Reykjavik Arts Festival, as well as 22 events from this spring’s wide-ranging programme, were presented earlier this week to the media under the headline PART I, with a focus on the work of women, censorship and rights struggles in general, an echo of waves rising all around the world.

The Festival will open on May 13 and close on Sunday June 7. The opening this year will be marked with a performance by US dance company BANDALOOP, under the direction of Amelia Rudolph. Amelia has led her company to the very edge of skyscrapers and cliffs all around the world: A pioneer in vertical dance performance, BANDALOOP seamlessly weaves dynamic physicality, intricate choreography and the art of climbing to turn the dance floor on its side. BANDALOOP’s work has been presented in theaters and museums, on skyscrapers, bridges, billboards and historical sites, in atriums and convention halls, in nature on cliffs, and on screen. The world-famous company will enjoy their first ever appearance in Iceland as they perform three pieces on the façade of Adalstræti 6 during the Reykjavik Arts Festival’s opening ceremony, Wednesday May 13.

On that same day a new billboard project by Guerrilla Girls, commissioned by Reykjavik Arts Festival, will be unveiled in the city centre. Guerrilla Girls were formed by seven women artists in the spring of 1985 in response to a survey of the most important contemporary artists in the world at MOMA, New York. The show featured works by 169 artists, only 13 of whom were women. The group will scrutinize the Icelandic situation in their new work and give a presentation in full jungle drag during the Festival’s final weekend.

For more information on the events announced Wednesday, please visit www.listahatid.is/en. Many more events will be announced over the coming week.

As always, ticket prices are kept to a minimum, but in order to allow guests to enjoy discounted tickets and various offers, it is now possible to become a Friend of Reykjavik Arts Festival.

We are looking forward to seeing you!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com