GalleryPort

20 x 20 – Samsýning í Gallery Port

Næstkomandi fimmtudag, þann 20/02/20, kl. 19:00 opnar samsýningin 20×20 í Gallery Port

Á sýningunni kemur saman fjölbreyttur hópur listamanna og sýna tuttugu ný verk. Öll eiga verkin reikningsdæmið tuttugu sinnum tuttugu sameiginlegt. En ramminn 20×20 innhélt stærð, rúm og tíma. Verkin spanna allt frá málverkum og prenti, til skúlptúra og vídeóverka.

Listamennirnir koma síðan hver úr sinni áttinni, eru af hinni og þessari kynslóðinni, bæði gömul og ný í hettunni. Afraksturinn af þessari litlu hugmynd – stór sýning – má berja augum í Gallery Port, og opnar, sem fyrr segir, næstkomandi fimmtudag, 20/20/02, klukkan sjö og eru allir velkomnir. Sýningin stendur til 22/03/20.

Listamenn:

Arna Óttarsdóttir
Árni Már Erlingsson
Ásgeir Skúlason
Eggert Pétursson
Fritz Hendrik
Guðlaug Mia
Guðmundur Thoroddsen
Hallgrímur Helgason
Helgi Þórsson
Helga Páley
Hildigunnur Birgisdóttir
Kristín Karólína
Loji Höskuldsson
Matthías Sigurðsson
Narfi Þorsteinsson
Pétur Magnússon
& Björk Þorgrímsdóttir
Sigurður Ámundason
Skarphéðinn Bergþóruson
Þorvaldur Jónsson
Þórdís Erla Zöega

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com